Fársjúkt kerfi.
5.12.2009 | 17:07
Það er ágætt að þessi umræða er komin fram. Ég hef svo sem nokkrum sinnum áður bloggað um Gordon Brown og skuldir Bretlands. Þessi orð Bernanke eru í sama dúr og ég hef haldið fram. Bretland er komið á hausinn undir stjórn Brown. Hann er nú búinn að vera lykilmaður lengi í ríkisstjórn, bæði sem fjármálaráðherra og nú forsætisráðherra. Og það hvernig hann er búinn að klúðra öllum málum skýrir sjálfsagt að verulegu leyti hvað hann er frekur varðandi Icesave og beitingu hryðjuverkalaganna gegn Íslandi í fyrra.
En það er rétt hjá Bernanke að allt þetta los á eftirliti og umgjörð um fjármálastarfsemi í Bretlandi hefur haft mjög slæmar afleiðingar. Sama var gert í USA undir stjórn Greenspans í Seðalbankanum og þetta var líka gert hér. Þannig er þetta sjálfsagt ákveðið lykilatriði í því að koma kreppunni í þær hæðir sem hún hefur náð. Fjármálakerfið hefur verið algjörlega stjórnlaust, ekkert sem hefur stjórnað því eða hamið það nema hræðsla og græðgi.
Þó þetta aðhaldsleysi í fjármálakerfinu sé alþjóðlegt vandamál þá er eitt ríki sem sker sig nokkuð úr núna þegar taka þarf á afleiðingunum. Það er USA, þar eru menn teknir á beinið og settir í steininn á meðan mál eru rannsökuð. Svo falla bara dómar og málin gerð upp, sum meira að segja nokkuð hratt. En í Bretlandi og á Íslandi er ekkert gert, kannski búnar til skýrslur og sussað aðeins á liðið. En svo er öllu stungið undir stól og látið eins og ekkert hafi farið úrskeiðis. Spillingin virðist rista dýpra í þessum löndum en í USA. Hér er stjórnkerfið og fjármálakerfið enn svo sjúkt af spillingu að lækning finnst ekki, veikindin færast enn í aukana. Þessi veikindi geta þýtt endalok lýðveldisins.
Bernanke gagnrýnir Gordon Brown | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.