Vöruverð er að jafnaði um tvöfalt hærra í Bónus en Kosti.

Ég hef verslað talsvert í Bónus um dagana eins og flestir Íslendingar. En nú fer maður í Kost, úr því kostur er á því. Og tilfellið er að mér sýnist vöruverð þar vera um helmingi lægra en í Bónus að jafnaði.

Það er auðvitað ekki hilluverð sem ég er að bera saman, heldur endanleg verð, en þegar gjaldþroti Baugs og fyrirhuguðum afskriftum Haga er bætt við vöruverð í Bónus til að fá út hvað sú verslanakeðja er í raun búin að kosta Íslendinga þá sýnist mér að aðeins um helmingur vöruverðs þar sé greiddur á kassanum en hinu lætt aftan að okkur eftirá.
Og þar sem Kostur er lítið eitt ódýrari með sumar vörur, svipaður eða dýrari með aðrar, þá sýnist mér eftir mjög lauslega athugun að heildarverð þar sé að jafnaði um helmingi lægra en í Bónus, enda hefur Jón Gerald sagt að ekki standi til að fara sömu leiðir í rekstrinum og hjá Bónusveldinu, að koma aftan að þjóðinni eftir nokkur ár með risagjaldþrotum til að ná inn réttu verði.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband