Fenjasvínabað.

Það var verið að segja frá heitum potti fyrir fenjasvín í dýragarði einhvers staðar. Líklega í Japan ef ég man rétt. Fenjasvín eru víst stærstu nagdýr jarðarinnar. Þessi frétt veitti mér dálítinn innblástur. Það má nú sjá í fjárlagafrumvarpinu fyrir næsta ár að ekkert á að skera niður á Bessastöðum. En 187 milljónir eiga að fara í rekstur þess embættis. Og þar sem nægur peningur verður þar til ráðstöfunar þarf kannski að finna eitthvað til að eyða honum í. Þannig að hér er hugmynd að gagnlegri framkvæmd á Bessastöðum 2010 sem mætti nota 1-2 milljónir af þessari summu í.

Bessastaðabóndi og slóði,
embættið hefur útbíað.
Þú ættir kannski þjóðarsóði,
að eignast fenjasvínabað.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband