Made in USA.
27.11.2009 | 20:52
Ég sá í einhverri annarri frétt um þetta að Kádiljákurinn sem Tiger klessti í bak og fyrir þegar hann var að ryðja burt brunahönum og trjám heima hjá sér, hafi ekki blásið út loftpúðana. Þess vegna m.a. er maðurinn sagður talsvert slasaður. Það er kannski svona sem GM hefur tekist að rétta við reksturinn, með því að nota fullt af drasli sem virkar ekki í bílana. En það hefur verið í fréttum að fyrirtækinu vegni orðið svo vel að það sé farið að endurgreiða neyðarlán frá ríkinu.
En vonandi hefur Tiger vit á því að ráða sér einkabílstjóra þegar hann verður ferðafær aftur eftir þetta brambolt. Hann hlýtur að hafa efni á því. Hann á greinilega að láta duga að sinna því sem hann kann best, en láta aðra um dagleg störf almúgans. Það hentar honum greinilega ekki vel að keyra bíl.
En vonandi hefur Tiger vit á því að ráða sér einkabílstjóra þegar hann verður ferðafær aftur eftir þetta brambolt. Hann hlýtur að hafa efni á því. Hann á greinilega að láta duga að sinna því sem hann kann best, en láta aðra um dagleg störf almúgans. Það hentar honum greinilega ekki vel að keyra bíl.
Tiger Woods slasast í árekstri | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Það vandræðalega er að Tiger hefur undanfarin ár komið fram í ótal auglýsingum fyrir Buick. Spurning hvað GM gerir þegar upp komst um kauða að hann aki í raun um á Escelade. Ætli hann missi samninginn við GM og fari að auglýsa kaskó tryggingar í staðinn?
Róbert Björnsson, 27.11.2009 kl. 21:48
Þetta var um miðja nótt, ætli blessaður maðurinn hafi ekki fengið sér aðeins of marga bjóra ? þetta er ótrúlega klaufalegt að bakka á brunahana og gefa svo í beint á næsta tré, en fyrir öllu að hann slasaðist ekki.
Skarfurinn, 27.11.2009 kl. 21:53
Sælir Róbert og Skarfurinn og takk fyrir athugasemdir.
Já, þetta er eitthvað furðulegt allt saman. En hlýtur að skýrast á næstunni. Og vonandi nær hann sér af meiðslunum fljótlega.
Jón Pétur Líndal, 27.11.2009 kl. 22:08
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.