Sanngirni og velvilji, þekkir Ólafur Ragnar þessa eiginleika?

Auðvitað hefur lítið breyst undanfarið í þessu máli, nema að nú treystir Jóhanna á sanngirni og velvilja Breta og InDefense hópurinn virðist vera að höfða til sanngirni og velvilja Ólafs Ragnars með undirskriftasöfnun sinni. Hvernig sem þeim dettur nú í hug að Ólafur hafi þessa eiginleika. En hvað um það, ég er svo sem sammála því að það er eðlilegt að þjóðin fái að kjósa um þetta mál. Á samt ekki von á að það verði samþykkt, fæ ekki séð að þjóðin fái neitt að skipta sér af þessu þjóðargjaldþroti yfirleitt.

En allavega er hér smá kveðskapur í tilefni af undirskriftasöfnun þessari. Ólafur Ragnar sérstaklega beðinn um að taka þetta til sín.

Ef Icesave frumvarp óbreytt fer,
þetta land á ekki sjens.
Gerðu nú það sem þér ber,
stattu nú með InDefense.

Ríkisstjórnin ráðalaus,
veðjar á góðan vilja.
Jóhanna sem hristir haus,
virðist ekkert skilja.

Fyrirvarar fóru burt,
Icesave frumvarp annars kjurt.
Fyrst borga á fyrir þetta pakk,
þjóðin á að kjósa, takk.


mbl.is Forseti synji Icesave
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhannes Þór Skúlason

Endilega kvitta á www.indefence.is ef þú ert sammála áskoruninni.

Þar er líka að finna ýmsar nánari upplýsingar um málstað InDefence varðandi Icesave málið.

Og svo væri frábært ef þú vildir hjálpa okkur að dreifa þessum boðskap og http://www.indefence.is eins mikið og þú getur, og hvetja sem flesta til að skrifa undir!  

 Takk fyrir stuðninginn,

Jóhannes Þ.

InDefence

Jóhannes Þór Skúlason, 26.11.2009 kl. 13:26

2 Smámynd: Jón Pétur Líndal

Sæll Jóhannes.

Það er bara gaman að geta orðið að liði. Búinn að kvitta enda er þetta sanngjörn krafa, að fólk fái eitthvað að segja um sína framtíð.

Jón Pétur Líndal, 27.11.2009 kl. 22:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband