Var þetta sanngirni og góðvilji gagnvart Saddam Hussein og Írak?
25.11.2009 | 21:54
Ég bara spyr, var það sanngirni og góðvilji Breta sem réði því að þeir réðust inn í Írak og drápu Saddam Hussein og tugi eða hundruð þúsunda óbreyttra borgara í landinu? Vitandi að þarna voru engin nothæf efnavopn, kjarnavopn eða hryðjuverkamenn.
Þessu stóðu nú Bretar fyrir ásamt Bandaríkjamönnum. Jóhanna Sigurðardóttir ætlar að treysta á sanngirni og góðvilja þeirra varðandi Icesave. Kannski eru þeir búnir að hóta innrás í Ísland, hver veit. Eitthvað er það sem Steingrímur og Jóhanna þora ekki að segja frá, fyrst þau láta kúga sig svona. Hin ástæðan getur að vísu verið að þau séu bara svona voðalega vitlaus. En mér sýnist að Ísland sé nú í svipaðri stöðu gagnvart Bretum og Írak var fyrir innrás þeirra í það land. Sett hafa verið hryðjuverkalög á Ísland í Bretlandi, landið telst óvinveitt, íslenskum stjórnvöldum er ekki treyst og við skulum bara vona að það sé engin olía á Öxarfirði eða annars staðar í lögsögu okkar. Því þá koma þeir örugglega "og hreinsa hér til og koma á lýðræðisumbótum" með valdi. Olían er það eina sem vantar til að allt sé hér eins og í Írak fyrir innrásina þar.
Vissu að Saddam ætti líklega ekki nothæf efnavopn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
þó svo yfirlístur tilgangur innrásarinnar hafi verið sú svakalega ógn sem fólst í saddam. þá var það aldrei í raunini það sem rak bandaríkin og breta áfram í að gera innrásina.
ástæður innrásarinnar hvort fólk vilji trúa því eður ei, var og er olía og vopnaframleiðsla. það þarf ekkert að útskýra það eitthvað frekar. þetta er eins ljóst og dagsljósið.
gaman að því að þú skyldir nefna að ísland væri í sömu sporum og írak. stuttu fyrir fyrri heimstyrjöldina hrifsuði breska heimsveldið egyptaland af ottóman veldinu. ef rýnt er í sögu egyptalands þau árin sem þetta tók, kemur ansi lík saga og við íslendingar erum að upplifa í dag. í dag er það ekki breska heimsveldið, heldur ESB.
mæli eindregið með því að fólk lesi sér til um þetta. við erum að upplifa sama tóbakið, nema með nýrri bragðtegund.
el-Toro, 26.11.2009 kl. 00:51
Sæll El-Toro og takk fyrir athugasemdina. Við erum greinilega nokkuð sammála um þetta mál. En það var gaman að fá þessar upplýsingar um Egyptaland. Ég hef aldrei kynnt mér að neinu marki sögu þeirra á síðari tímum, en ætla að taka þig á orðinu og kíkja á þetta við fyrsta tækifæri.
Jón Pétur Líndal, 26.11.2009 kl. 01:08
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.