Alls ekki stærstu mistök Íslandssögunnar, en stór mistök samt, sjá meðf. lista.

Þessi Icesave samningur er að sjálfsögðu mistök frá upphafi til enda. Í honum hafa stjórnvöld á Íslandi, í Bretlandi og Hollandi, öll sameinast um að gera samning sem stangast á við reglur ESB sem öll þessi ríki hafa skuldbundið sig til að fara eftir. Það er kannski smá vonarglæta fólgin í því að samningurinn er ólöglegur því sennilega verður alltaf hægt að krefjast ógildingar á honum kæmi fram meirihlutavilji þjóðarinnar um slíkt. Líklegt er að stjórnvöld yrðu við nákvæma athugun á þessum samningi úrskurðuð óhæf og samningurinn ógiltur. En auðvitað yrðum við að sýna þá skynsemi að losa okkur ekki bara undan þessum samningi, heldur að losa okkur líka við þessi arfavitlausu stjórnvöld sem ekki er treystandi fyrir hagsmunum þjóðarinnar upp á 5 aura eða meira.

En þessi samningur er örugglega ekki stærstu mistök Íslandssögunnar eins og Höskuldur Þórhallsson óttast að geti verið tilfellið. Þetta er örugglega rangt ályktað hjá Höskuldi þó hann geri sér réttilega grein fyrir að þessi samningur sé mikil mistök.

Ég hef verið að taka saman lista yfir stærstu mistök Íslandssögunnar og hef birt hluta af honum hér á bloggi mínu áður, en nú hef ég lítillega aukið við hann og kemur hér nýjasta útgáfan.

Nr. 1. á listanum yfir mistök Íslendinga að mínu mati var þegar við týndum Ameríku eftir að hafa fundið hana.
Nr. 2. á þessum lista er útrásin sem við erum að súpa seiðið af núna.
Nr. 3. á listanum er svo að við skulum þráast við að tala íslensku með öllum þeim ókostum og kostnaði sem því fylgir.
Nr. 4. á listanum var þegar við bökkuðum Jörund hundadagakonung ekki upp í að losa okkur undan einokun Dana, sem var erindi hans til Íslands á sínum tíma.
Nr. 5. á listanum er núverandi ríkisstjórn og þær byrðar sem hún ætlar að leggja á þjóðina vegna útrásarhrunsins, þ.m.t. Icesave.


mbl.is Stærstu mistök Íslandssögunnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband