Þetta er nú ekkert, sjáiði Landsvirkjun!
13.11.2009 | 10:02
Orkuveita Reykjavíkur skuldar 19 faldan hagnað segir í fréttinni. Skuldirnar alls um 227 milljarðar króna. Ég kíkti aðeins í ársreikning Landsvirkjunar 2008 áðan, þar fann ég eftir að hafa skoðað um 20 blaðsíður af náttúru- og dýralífsmyndum í ársskýrslunni að skuldir Landsvirkjunar eru rúmlega nífalt tap ársins! ... Athugið TAP ekki hagnaður.... Tap ársins 2008 nam 344,5 milljónum USD eða um 43 milljörðum króna á núverandi gengi. Og heildarskuldirnar eru 3,242 milljarðar dala eða sem svarar rúmlega 400 milljörðum króna á núverandi gengi. Er þetta ekki frétt?? Og skyldi nokkurn furða þó svona fyrirtæki skori ekki hátt hjá matsfyrirtækjum út á backup frá gjaldþrota ríkissjóði Íslands.
Tekið skal fram að Landsvirkjun hefur ekki enn birt 6 mánaða uppgjör ársins 2009 á vefsíðu sinni svo mér er ekki ljóst hvað þeir geta kroppað upp í skuldirnar nú þegar öll stóriðjan er loksins keyrð á fullum afköstum á kaplinum frá LV.
Skuldastaða OR erfið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Klanið burt.
Íslendingar, í dag föstudag 13.11.2009, kl 12:00 tökum við mótmælastöðu fyrir utan Félagsmálaráðuneytið Tryggvagötu, Hafnarhúsinu. Mætum öll.
Klanið burtSveinbjörn Ragnar Árnason, 13.11.2009 kl. 10:44
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.