Tapið af útrásinni, fyrstu tölur.

Ég hef dundað mér við það í meira en klukkutíma að googla upp upplýsingar um tap ýmissa þekktra útrásaraðila. Þetta tók ég saman í töflu sem fylgir hér með ásamt tilvísun í heimildir þær sem byggt er á.  Allar tölur afrúnnaðar á heilan milljarð, það tekur því ekki að nefna minni tölur en það.

 Það sem vakti mesta athygli hjá mér var svo tala sem fylgir hér með til samanburðar, en það er verðmæti Íslands, skv. fasteignamati.  Þegar þetta tap er borið saman við verðmæti landsins eins og það leggur sig þá er tap útrásarinnar tvöfalt meira en verðmæti landsins og 917 milljörðum betur.  Þó skal það tekið fram að taplistinn er langt í frá tæmandi en þó tel ég að a.m.k. þrjú stærstu töpin séu á listanum, vona allavega að svo sé.  Þetta tap, að tapa verðmæti alls Íslands tvisvar sinnum og rúmlega það skýrir kannski að einhverju leiti af hverju traust á okkar bisnissmönnum hefur minnkað talsvert bæði hér heima og erlendis.

FyrirtækiMilljarðarHeimild.
    
Kröfur í Baug.317 Skv. fréttum skiptastjóra.
Tap Exista306 Skv. fréttum af uppgjöri
Þrot gamla Glitnis2.430 
Mat Moodys.
Tap gamla Landsbanka2.870 Hagsjá Landsbankans 22.6.2009.
Þrot gamla Kaupþings.2.600 
Mat Moodys.
Tap Straums125 
Umreikn. í ísl. krónur skv. frétt mbl.is 9.3.2009
Tap Stoða210 
AMX7.4.2009
Fyrirsjáanlegt tap v. 199848 
AMX 1. nóv. 2009.
Tap Samsonar78  Eignir um 2,3 millj. skuldir um 80 millj.  mbl.is 24.7.2009
Tap Eglu7 Skv. beiðni um nauðasamning.
Gjaldþrot Langflugs14 DV 24.8.2009.
Gjaldþrot Sjóvár.30 Rúv 16.7.2009
Tap Giftar30 DV 28.11.2008
Þrot Fons10 Mbl. 30.4.2008
Gjaldþrot Milestone75 Amx 7.4.2009
Félög Magnúsar Ármann24 Amx 7.4.2009
Þrot Björgólfs Guðmundssonar96 Margar fréttir.
Þrot Magnúsar Þorsteinssonar.1 Margar fréttir
Icebank100 Pressan 15.10.2009
SPM15 Mbl. 4.7.2009
SPRON25 Vísir 28.4.2009, ályktað út frá uppl. í frétt.
    
Tap samtals9.411  
    

Verðmæti Íslands komplett. 4.247 milljarðar.  Skv. Fasteignamati 1.1.2009.

 

 utrasin_932387.jpg

   

 Hér á myndinni er svo hluti af þeim hópi sem hefur tapað Íslandi tvisvar og rúmlega það.  Tekið skal fram að myndin er alls ekki tæmandi.  Og heldur ekki tapið eða listinn yfir þau félög sem á bak við það standa.  Myndin er paintud upp úr googluðum myndum af netinu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband