Bólusetning að kostnaðarlausu, hvað býr undir þessu tilboði?
12.11.2009 | 21:40
Þetta hljómar nú bara eins og auglýsing frá banka á árinu 2007. Þvílíkt gylliboð, ókeypis bólusetning! Er búið að blanda einhverju fleiru í þetta bóluefni? Eða er þetta bara svona mikil góðsemi? Það held ég varla, það hefur nú EKKERT verið ókeypis og ósvikið hjá þessari ríkisstjórn hingað til nema hræðslan við útrásarliðið. Kannski þetta sé einhver yfirbót fyrir einhver skammarstrik sem þau vita fjölmörg upp á sig. Kannski er verið að kaupa stuðnings almennings og jákvæðara viðhorf í nokkra daga á meðan skattahækkunarumræðan er á fullu í þinginu. En kannski er bara verið að reyna að koma bóluefninu út svo ekki þurfi að fleygja því, flensan er á fallanda fæti og virðist ætla að deyja drottni sínum hjálparlaust og án verulegrar bólusetningar hvort eð er.
Bólusetning án endurgjalds | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Það er örugglega sósíalismi í sprautunni en engin flensuvörn.
Það hlýtur að vera hægt að fabúlera um það.
Já, og örugglega hefur ríkisstjórnin eitthvað illt í hyggju að hafa sprauturnar fríar.
Jón Óskarsson (IP-tala skráð) 12.11.2009 kl. 22:19
Frekar ógáfuleg umræða, og enn minna fyndin drengir góðir. Gjörgæsludeildir eru að springa vegna innlagna fárveiks fólks með svínaflensu. Fárveikt fólk liggur heima vítt og breitt um landið, læknar komast vart yfir að siina útköllum. Reynt er að afstýra faraldri vegna flensunnar, Þúsundir fólks frá vinnu, kostar sitt, og tekjulítið fólk í þúsunda tali, sem þarf að horfa í hverja krónu, getur nú farið með fjöldkyldur sínar og fengið bólusetningu, ÁN ENDURGJALDS, hefðu trúlega annars orðið að sleppa því að fara, ekki haft efni á slíku. þetta fynnst ykkur fyndið, og sáldrið aulabröndurum yfir lýðinn, á þessum síðum! Það má benda á ef þið vitið það ekki, að auknar tekjur okkar sameiginlega ríkissjóðs, gefa okkur færi að fá betri þjónustu í heilbigðiskerfrinu, og samfélagsþjónustu, sem við stöndum undir með sköttum, sem við greiðum í okkar sameiginlega ríkissjóð. Það er ekkert ókeypis, einhver þarf að greiða fyrir heilsugæslu, og það gerum við öll sameiginlega. þetta er spurning um nauðsynlegar aðgerðir og forgangsverkefni, til að forða þúsundum frá heilsutjóni, og koma í veg fyrir viðvarandi neyðarástand á sjúkrahúsum landsins. Það má virða það sem vel er gert, og þarna tók ráðherra heilbrigðismála góða og hyggilega ákvörðun, og á heiður skilið fyrir það!
Stefán Lárus Pálsson, 12.11.2009 kl. 22:49
þetta er satt..þessi flensa átti aldrei meiri möguleika en venjuleg inflúensa á að verða að faraldri, rétt eins og fuglaflensan..
og aftur að greiningu, þessar greiningar hafa engan grunn og engar staðfestingar..þetta eru læknarnir sjálfir sem segja þetta ef þeim finnst. engin rannsókn var gerð á sínum tíma og þeir þurfa ekkert ekkert að sanna fyrir neinum..
rétt eins og til fjölda ára hefur þessi tími árs verið flensutími..bæði inflúensu og bara almennra veikinda...engar tölur eru til sem sýna að eitthvað meira sé um veikindi þetta árið, þau eru bara meira áberandi vegna hræðsluáróðurs..það veikjast fleirri og látast af völdum lungnabólgu eða annarra vírusa..
en nota bene..enn á eftir að mæla með bólusetningu..þó hún geri ekkert nema eitra líkamann og veikja ofnæmiskerfið samkvæmt cirtum þýskum læknum, þetta er tilraunastarfsemi á svívirðilegu stigi, það eru engar rannsóknir til fyrir þetta bóluefni, vegna þess hve mikið lá á því!..við erum rannsóknin...fyrsta niðurstaða verður ekki birt fyrren júní eða júli 2010! vei
Stefán (IP-tala skráð) 13.11.2009 kl. 00:35
Ekki ætla ég mér að vera tilraunadýr og hvarflar ekki að mér að þiggja þessa sprautu, ég er markvisst búinn að forðast allar bólusetningar í 30 ár og hef hugsað mér að halda því áfram, ég hef ekki getað séð í gegnum tíðina að þeir sem ég þekki og eru að láta bólusetja sig við umgangspestum verði sjaldnar veikir en ég nema síður sé. Bæði GSK og WHO segja að ekki hafi unnist tími til að prófa bóluefnið almennilega og frekari prófanir fari fram eftir að bólusetningarherferðinni lýkur....þeir verða að rannsaka einhvern annan en mig, maður bíður bara eftir einhverri geggjun eins og byrjað er að tala um í Bandaríkjunum, um að skylda fólk í bólusetningu sem er náttúrulega bara gerræði af verstu gerð.
SeeingRed, 13.11.2009 kl. 01:05
Sælir allir saman og takk fyrir að sýna þessu bloggi mínu áhuga.
Stefán Lárus. Öllu gamni fylgir nokkur alvara, og svo er nú hjá mér líka með þessu flensubloggi. Það er ekki það að ég hafi neitt á móti því að almenningur fái fría flensusprautu. Raunar tel ég að heilbrigðisþjónustan ætti almennt að vera ódýrari en hún er svo almenningur geti ALLTAF leitað sér lækninga óháð efnahag. Komugjöld og þjónustugjöld af ýmsu tagi eru nú þegar orðin of há fyrir marga. Þess vegna er það svolítið tortryggilegt að þessi tiltekna sprauta sé allt í einu boðin frí fyrir alla. Og það á sama tíma og flensan er á undanhaldi skv. upplýsingum úr heilbrigðiskerfinu og nú þegar búið að bólusetja tugi þúsunda einstaklinga í forgangshópum. Og enn eykur það á trú mína að eitthvað annað búi að baki en ógnin af þessari flensu þegar þetta er boðið frítt á sama tíma og fólkið sem vinnur baki brotnu í heilbrigðiskerfinu þarf að taka á sig meiri vinnu fyrir minna kaup vegna niðurskurðarverka ríkisstjórnarinnar. Þetta er nú talsvert ósamræmi í hlutunum þykir mér. Þannig liggur nú í þessu. En annars þakka ég þér og ykkur hinum bara aftur fyrir athugasemdirnar.
Jón Pétur Líndal, 13.11.2009 kl. 01:35
Ert þú sonur lagaprófessors ?
Krímer (IP-tala skráð) 13.11.2009 kl. 10:30
Sæll Krímer. Nei, ég er bóndasonur.
Jón Pétur Líndal, 13.11.2009 kl. 11:39
Góður
Krímer (IP-tala skráð) 14.11.2009 kl. 16:26
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.