Flensan að deyja út?
12.11.2009 | 21:24
Það stefnir allt í að þessi svínaflensa lognist út af áður en allt bóluefnið kemur til landsins. Líklega verður því bara fleygt eftir allt saman. Maður er farinn að fá á tilfinninguna að þessi svínaflensa hafi verið hönnuð af bóluefnisframleiðendum, allavega hafa þeir notið þess hve vel hún hefur verið auglýst. Þeir eru búnir að hafa brjálað að gera og stórgræða á þessari flensu. Ég held þetta sé eini iðnaðurinn sem hefur blómstrað á heimsvísu þetta árið.
En kannski er þessi svínaflensa bara komin með ógeð á svínslegu ástandinu á Íslandi og hefur ákveðið að flýja land eins og hluti þjóðarinnar hefur þegar gert og fleiri ætla að gera á næstunni.
En úr því að svínaflensan er á förum þá getur fólk aftur farið að einbeita sér að alvarlegra máli, sem er krónísk óráðsflensa ríkisstjórnarinnar og elliærleiki.
Þetta virðist vera alveg ólæknandi ástand sem allt ætlar að drepa í landinu. Ég vil leggja til við landlækni að nú þegar umsýslunni út af svínaflensunni er að ljúka að þá leggi hann inn pöntun á drjúgum skammti af sannleiksdropum og greindaraukandi pillum fyrir ráðamenn og sjái til þess að þeir fái sinn skammt af þessu hvorutveggja. Ef ekkert er gert til að koma þessu fólki til hjálpar mun stutt í að landlæknisembættið og margt fleira verði lagt niður í sparnaðarskyni og fjárveitingar sem áður fóru í þetta embætti verða í framtíðinni notaðar til greiðslu bankaskaðabóta um heim allan. Það er því til nokkurs að vinna fyrir landlæknisembættið að skaffa nú þessi nauðsynlegu lyf í hvelli.
Færri greinast | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Já, hvað eyddu yfirvöld mikið í þetta bóluefni...einhvers staðar heyrði ég þrjú hundruð milljónir. Þeim hefði verið nær að nýta peninginn í eitthvað viturlegra. Reyndar held ég að Ísland geti ekki neitað þegar WHO hefur sett flensuna á 6. stigs faraldur, nema segja sig úr WHO. Ef þetta er rangt þá væri fínt að fá það leiðrétt :)
Jónas (IP-tala skráð) 12.11.2009 kl. 22:03
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.