Stórkostleg mistök að framlengja greiðslustöðvun.

Ég sá það fullyrt í blöðunum í morgun og tek undir það að það borgi sig aldrei að taka yfir fyrirtæki og reyna að bjarga þeim, þegar þau eru tæknilega komin í þrot. Slík yfirtaka og björgunaraðgerðir leiði alltaf til þess að tapið verði að lokum meira en ella. Besta leiðin sé að láta fyrirtækin fara í þrot. Þetta var haft eftir gamalreyndum bankamanni úr íslenska bankakerfinu.

Nú kalla ég bara eftir því að þessi skynsamlega afstaða verði látin ráða um framtíð bankanna eins og annarra fyrirtækja. Það er augljóst að fjárausturinn í björgunaraðgerðir bankanna er búinn að vera gífurlegur og auka mikið við það fé sem er að tapast. Og enn óttast maður að haldið verði áfram á sömu braut, að reynt verði að tapa enn meiri peningum á þessu bankahruni með því að framlengja greiðslustöðvun og ausa enn meira fé í þetta.


mbl.is Greiðslustöðvun að renna út
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband