Orkuveitan er búin að sukka allt of lengi.
12.11.2009 | 12:39
Það vita allir sem hafa þokkalegt kýrminni að OR var sukkandi með peninga löngu áður en allt fór böndum í hagkerfinu almennt. Lína.net og fleiri fjarskiptaævintýri, rækjueldi, rándýrar höfuðstöðvar og ýmis veitukaup og útþenslustefna út um allt land eiga sinn stóra skerf í þeirri blindgötu sem OR er í núna, auk þáttöku í útrásartilraunum. Flest á þetta rætur að rekja til þeirrar tíðar er Alfreð Þorsteinsson var sem kóngur í ríki sínu í æðstu stöðu OR. Og allt voru þetta í raun óþörf útgjöld. Þá eru ótaldir samningar um einkavæðingu einhverra þátta í rekstri OR sem einnig kosta fyrirtækið stöðug og mikil útgjöld umfram það sem áður var. Það er því óþarfi að kenna lélegu lánshæfi ríkisins um stöðu OR. Og eigi að gera OR að góðu fyrirtæki aftur, gerist það heldur ekki með hækkuðu lánshæfismati ríkisins einu og sér, heldur með stórbættum skynsamlegum rekstri OR. Þarna þarf að taka til innanhúss. Þetta er fyrirtæki sem á að einbeita sér að því að þjóna sínum eigendum en ekki að standa í alls kyns braski og bulli út um allar trissur.
Lánshæfi OR í ruslflokki | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
You said it!
Smjerjarmur, 12.11.2009 kl. 13:26
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.