Til hamingju með afmælið Mikhail Kalashnikov.
11.11.2009 | 01:12
Ég vil nú bara óska manninum til hamingju með afmælið. Hann virtist í sjónvarpinu vera hress og bar aldurinn vel. Og ekki ætla ég að gagnrýna það að maðurinn hafi fundið upp einfaldan, sterkan og afburðagóðan hríðskotariffil sem margan hefur drepið um dagana. Ég er hrifinn af því þegar menn eru útsjónarsamir og geta hannað góð tæki og tól.
Sem betur fer er það nú sjaldnast svo að hríðskotariffill drepi nokkurn mann upp á eigin spýtur, hvað þá sá sem hannaði riffilinn. Ef þeir yrðu taldir saman og flokkaðir sem hafa verið drepnir með hinum afbragðsgóða Kalashnikov AK-47 hríðskotariffli, kæmi strax í ljós að ástæðan fyrir dauða þeirra langflestra er sú að þjóðhöfðingjar helstu ríkja heims og ýmissa annarra ríkja hafa gefið skipanir um stríðsrekstur, árásir, innrásir, varnir o.s.frv. og ákveðið að veita fé til að kaupa þessa hríðskotariffla og nota þá. Ekki vil ég nú kenna Kalashnikov eða rifflunum hans um þessar ákvarðanir ráðamanna.
Og ráðamenn þjóða beita ýmsum fleiri aðferðum til að drepa fólk en að láta skjóta á það. Byssur nota þeir að vísu aðallega á annarra þjóða fólk en þeir hafa löngum verið duglegir að drepa sína þegna líka. Alkunna er að áfengi og tóbak drepa miklu fleiri þegna flestra þjóða árlega en byssukúlur, og hafa ráðamenn löngum vandað sig við að forða þegnum sínum ekki frá að deyja af þessum völdum. Því miður verður að segja það eins og er að flestir ótímbærir dauðdagar verða að skrifast alfarið á ríkisstjórnir og forseta þjóða eða aðra ráðamenn eftir því sem við á. Árásargirni og græðgi sumra þessara kvikinda ásamt almennu kæruleysi og skorti á umhyggjusemi gagnvart þegnum sínum er hið stóra vandamál í þessu sambandi.
Kalashnikov Hetja Rússlands | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Þetta er svo fjandi rétt hjá þér.. Guns don´t kill people, people do ..
R. (IP-tala skráð) 11.11.2009 kl. 02:42
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.