Húrra fyrir Berlusconi.

Síðan Berlusconi tók við embætti er búið að klófesta helling af mafíósum á Ítalíu. Það er annað en hér á landi, hér ganga allir lausir sem eru viðriðnir eitthvað sem getur talist meiriháttar spilling og þaðan af verra. Svo er alltaf verið að hlægja að Berlusconi fyrir talsmáta og kvennafar og auðvitað spillingu. En hann er sem sagt ekki verri en svo að eitthvað er nú tekið betur á málum á Ítalíu en Íslandi. Og þrátt fyrir að brandarakallinn Berlusconi sé við völd á Ítalíu hefur mafían ekki náð sömu tökum á efnahag þess lands og fáir menn hafa náð á efnahag Íslands. Spáiði í þetta Steingrímur og Jóhanna. Skyldi ekki vera tími til kominn að taka á spillingunni hér. Við þurfum kannski bara að sækja um aðild að Ítalíu til að eitthvað verði gert hér í þessu. Óþarfi að ganga í allt Evrópusambandið.
mbl.is Mafíósaforingi handtekinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Berlusconi þarf ekki að skjóta samkeppnina eins og Capone og félagar, löggan sér um það, segir kannski eitthvað um það hversu spillingin er víðtæk!

Varðandi efnahaginn, mafíuítök og samanburð... við erum á pari þar.

Eiríkur Eiríksson (IP-tala skráð) 8.11.2009 kl. 01:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband