Bankasíslefandi þjóðarleiðtogar.

Það eru ótrúlegar þessar hugmyndir Gordons Brown, þar sem hann vill stofna sjóð til að bjarga bönkum í framtíðinni. Er ekki nóg komið af þessari dæmalausu vitleysu og síslefi þjóðarleiðtoga út af vonlausum bankamönnum? Af hverju mega þessir bankar ekki bara fara á hausinn þegar þeir hafa tapað öllu sem þeim er trúað fyrir? Af hverju fá bankar að braska með peninga? Af hverju eru engin takmörk á því hvað bankamenn geta greitt sér í laun og kaupauka? Af hverju er bankaleynd? Af hverju er ekki strangara lagaumhverfi fyrir bankarekstur? Af hverju er ekkert gagn að endurskoðendum og lögmönnum bankanna, fjármálaeftirliti og öðrum stofnunum? Af hverju eiga skattgreiðendur alltaf að borga tap bankanna? Af hverju geta greiningardeildir banka aldrei séð fram í tímann? Af hverju eru stjórnmálamenn alltaf eins og aumingjar þegar bankamenn væla?

Það ætti frekar að svara þessum spurningum og breyta til eftir niðurstöðum þeirra en að fara að stofna sjóði svo skattgreiðendur geti farið að borga tap bankanna fyrirfram. Hvernig ætli bankarekstur yrði í framtíðinni ef það eina sem kemur út úr þessari kreppu verða fyrirframgreiddir sjóðir til að mæta tapi í framtíðinni. Skyldi það nú veita mikið aðhald?

Meiri hálfvitinn þessi Gordon Brown. Hann er ekki betri en Ólafur Ragnar, útrásarvinurinn mikli.

Og þið þarna í ríkisstjórninni, Steingrímur, Jóhanna og Gylfi, þið ættuð að taka þetta til ykkar líka.


mbl.is Brown vill samfélagssáttmála um bankana
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband