Óvænt skuldabréf finnast! The Untouchables og afkastalitla ljósritunarvélin.

Það er líklega nokkuð merkilegt að þegar menn fletta bókhaldinu í einum bankanum skuli allt í einu poppa upp skuldabréf upp á 139 milljarða! Er bókhald bankanna svo ógreinilegt að það þurfi að fara í gegn um skjalageymslur og bókhaldsgögn staf fyrir staf til að finna út rétta stöðu! Og ekki nóg með það heldur þarf líka að leita til sérfræðinga til að rekja slóð þessara skuldabréfa. Af hverju þarf að spreða í að ræsa út sérfræðingateymi til að finna út úr þessu. Þó starfsemi bankanna hafi verið ansi frjálsleg á köflum þá tel ég öruggt að æðstu stjórnendur bankans hljóti að hafa vitað af þessu. Upphæðin er slík.

Ég hefði nú haldið að það séu ekki nema í mesta lagi 3 menn sem þarf að spyrja um þetta, Jón Ásgeir Jóhannesson, Bjarni Ármannsson og Lárus Welding. Einhver þeirra hlýtur að vita eitthvað um þessi skuldabréf, þau eru nú 139 milljarðar! Og ekki ólíklegt að einhver þeirra viti ekki bara af þeim heldur eigi jafnvel einhverra beinna hagsmuna að gæta í sambandi við þessi bréf. Af hverju eru þessir menn ekki bara spurðir um þetta, má ekki tala við þá? Eru þeir ósnertanlegir? Jú, þeir njóta víst vinskapar Samfylkingarinnar, sænskættaðrar hlutleysisstefnu VG og þess að vera alveg sárasaklausir af aulahætti, klaufaskap, hálfvitahætti, spillingu, markaðsmisnotkun, krosseignatengslum, misnotkun, fjársvikum, bókhaldsóreiðu, bankarán o.s.frv. þar til sekt er sönnuð. Og af því að engin sekt hefur verið sönnuð þá má sjálfsagt ekki spyrja þá um eitt eða neitt. Það virðist helst ekki mega handtaka eða yfirheyra nokkurn mann hér fyrr en eftir að sekt hans hefur verið sönnuð. Þar með er auðvitað aldrei hægt að sanna eitt eða neitt. Þannig virkar nú hið lagaflækjulega krosstengingarhindrandisakleysistryggingarkerfi íslenska réttarkerfisins.

Þetta kerfi ásamt afkastalitlu ljósritunarvélinni hjá Ríkissaksóknara ætti að tryggja ágætlega frelsi útrásarvíkinga um ókomna tíð.


mbl.is Óháðir sérfræðingar skoða tilvist skuldabréfa Glitnis
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband