AGS leyfði seðlabankanum að henda smá mola í lýðinn - Hvað veldur?

Það var vitnað til AGS að þeir teldu hafa skapast smá svigrúm til vaxtalækkunar. Þeir semsagt leyfðu vaxtalækkun! Mikið er það nú gott að þeir skuli hafa leyft þetta, ég hélt satt að segja að þeir myndu aldrei leyfa neina vaxtalækkun hér. En líklega eru þeir að reyna að passa að krónan haldist veik framyfir að gjaldeyrishöftunum verður aflétt svo kröfuhafar Íslands geti greitt sér út gjaldfallin lán. Þá streymir gjaldeyrisvaraforðinn úr landi og í framhaldi af því verða stýrivextirnir örugglega hækkaðir aftur. Og sennilega um meira en 1%.
Ég ætla að spá því að þetta verði yfirstaðið fyrir áramót og að í ársbyrjun á næsta ári verði stýrivextir hér hærri en 12% og mikið gengið á gjaldeyrisvaraforðann.
mbl.is Stýrivextir lækka í 11%
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Offari

Hvað veldur spyrð þú? Ég held að Ags hafi verið hrætt um að missa Ísland´frá sér.  Lánið kom þrátt fyrir að alþingi væri ekki búið að samþykkja Icesave.  Þetta fannst mér undarlegt miðað við fyrri yfirlýsingar. Eignig finnst mer Ags vera eitthvað mildari miðað við það orðspor sem af þeim fer.

Offari, 5.11.2009 kl. 21:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband