Alveg sama hvernig fer, Icesave samningur verður alltaf rándýr.
5.11.2009 | 12:40
Það er því miður alveg sama hvernig fer með þrotabú Landsbankans og hversu mikið næst að greiða upp í Icesave. Þessi samningur Svavars Gestssonar og kommúnistastjórnarinnar verður alltaf rándýr. Þó svo að fyrir rest fáist jafnvel 100% upp í Icesave mun kostnaður vegna fjármögnunar á meðan beðið er innlausnar á eignum þrotabúsins í besta falli nema nokkur hundruð milljörðum en miklu líklegra er að heildarkostnaður vegna Icesave þegar upp verður staðið verði af stærðargráðunni 700-1200 milljarðar eftir því hvað reynist nýtilegt í þrotabúinu. Sem sagt, eins og ég hef áður sagt þá verður aldrei hægt að borga þetta. Og þess vegna á að fella þennan samning, til hvers að samþykkja eitthvað sem fyrirsjáanlega verður aldrei hægt að standa við?
Icesave-skuldabréf hækkað um 80 milljarða á hálfu ári | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.