Bandaríkjaforseti gæti lært af smáríkinu.
3.11.2009 | 23:51
Þannig virðist þetta nú vera, Bandaríkjaforseti ræður ekki mjög miklu þó hann sé tvímælalaust valdamesti maður heims. Jafnvel Hussein Obama sem hafði afgerandi stuðning þjóðar sinnar í upphafi valdatíðarinnar ræður ekki við eigið þing, hann ræður heldur ekki við fjármálaöflin í eigin landi, sem siga á hann alls kyns hagsmunahópum eftir því sem þurfa þykir. Hann hefur tapað vinsældum þjóðarinnar. Hann hefur verið upptekinn af alls kyns varnarbaráttu og fjárútlátum vegna efnahagskreppunnar heima fyrir. Bandaríkjamönnum finnst hann slappur að ráða þá ekki því sem hann vill á erlendri grundu. En okkur hinum finnst það kannski ekki eins skrýtið. Þó er það svo að völd hans koma best í ljós þegar hann er í stríðsrekstri á erlendri grundu. Hann er yfirmaður öflugasta hers í heimi og allt að því vinur Össurar Skarphéðinssonar frá í fyrravetur. En á bak við stríðsbröltið og vinskap þeirra Össurar liggja nú samt líka hagsmunahópar, peningaöfl, í Bandaríkjunum.
Hussein Obama ætti að taka sér forseta Íslands til fyrirmyndar, hann er þaulsetinn á valdastóli, ræður því sem hann vill, segir bara já eða nei eins og honum sýnist þannig að íslenska þingið snýst í hringi eftir geðþótta forsetans. Neitunarvald hans er óyfirstíganlegt. Og hann er svo vinsæll meðal fólksins að enginn svo mikið sem dirfist nú orðið að fara í framboð á móti honum. Bandaríkjaforseti sem væri svona sterkur í embætti væri ekki bara valdamesti maður heims, hann væri einræðisherra heimsins.
Þverrandi vinsældir Bandaríkjaforseta | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
afsakið en þetta er listi yfir það sem að barrack obama hefur gert í valdatýð sinni... á minna en einu ári hefur hann gert meira til góðs en george bush tókst á 8 árum.
http://www.esquire.com/the-side/richardson-report/obama-timeline-110309
hararaldur (IP-tala skráð) 4.11.2009 kl. 01:52
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.