Merkilegar upplýsingar frá AGS.

Það er all merkilegt að AGS skuli nú setja fram upplýsingar og gögn sem sýna með augljósum hætti að mjög erfiðir tímar séu framundan á Íslandi. Stjórnvöld hér hafa þusað um það lengi að við afgreiðslu Icesave og stóra lánsins frá AGS fari bjartari tímar í hönd og hröð keyrsla upp úr kreppunni. Viðskiptaráðherrann hefur sagt að þessi efnahagskreppa sé mest tölur á blaði sem skipti litlu máli. Nú er komin skýrsla frá AGS sem styður nú ekki þessar fullyrðingar, heldur leyfa þeir okkur að heyra það að við séum í djúpum skít og ekkert á leið út úr því ástandi á næstunni. Eða eins og forsetinn blessaður sagði og oft hefur verið vitnað til, "You ain´t seen nothing yet."

En björgina á þá sjálfsagt að sækja til ESB. Við eigum svo marga vini þar núna.


mbl.is Engin gleðitíðindi í skýrslu AGS
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég hefði nú haft "vini" innan gæsalappa í það minnsta.

(IP-tala skráð) 3.11.2009 kl. 19:57

2 Smámynd: Jón Pétur Líndal

Sæl Sigurlaug. Þetta er alveg rétt hjá þér, ég meinti þetta þannig, en í óðagotinu við að koma sér á framfæri hér á blogginu skriplar maður stundum á einu og öðru. En takk fyrir leiðréttinguna.

Jón Pétur Líndal, 3.11.2009 kl. 20:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband