Er þetta "réttarkerfi" eða bara "lagabisniss"?

Þetta er nú réttarkerfið sem íslenska ríkisóstjórnin ætlar að sættast á að leggja íslenska hagsmuni undir að nokkru leyti í Icesave deilunni. En ef eitthvað er að marka þessa frétt og fleiri svipaðar undanfarið þá er varla hægt að kalla þetta réttarkerfi. Þetta virðist frekar vera einhvers konar lagabisness og þá á ég nú ekki við tónlist. Þarna virðist vera gert út á það að þeir sem eiga nóga peninga geti komið til Bretlands og höfðað mál út af hverju sem er og fengið sér dæmdar alls konar bætur og greiðslur út af öllu og engu.
Þetta er eflaust atvinnuskapandi og getur skaffað lögmönnum heilmikla vinnu en svei þeim sem halda að þetta sé almennilegt réttarkerfi.
mbl.is Meiðyrðaferðamennska í Bretlandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband