Það væri gaman að fá fleiri sjónarmið og úttekt á strandveiðarnar.

Auðvitað finnst LÍÚ þetta vitlaust og misheppnað, enda henta strandveiðar alls ekki þeirra útgerðum.

En það væri gaman að heyra fleiri sjónarmið og kannski að fá faglega úttekt á þessu. Nokkrar spurningar sem væri öllum hollt að fá vitneskju um gætu t.d. verið.

Hver er olíunotkun á aflaeiningu?
Hvaða veiðarfæri eru notuð?
Hvernig fara þessi veiðarfæri með lífríkið neðansjávar?
Hvað skila strandveiðarnar miklum tekjum?
Hvað mörgum störfum?
Hversu hagkvæmar eru strandveiðar?
Hvað hefur verið fjárfest mikið vegna strandveiða?
Hver er skuldsetning sjávarútvegs vegna strandveiða?
Er þetta útgerðarfyrirkomulag þjóðhagslega hagkvæmt samanborið við önnur kerfi?
O.s.frv.

Og bera þetta kannski saman við útgerðarfyrirkomulag LÍÚ félaga.

Mér finnst alveg nauðsynlegt að þetta sé skoðað og reiknað út á faglegum nótum og er fyrirfram sannfærður um að strandveiðar eigi að auka á næstu árum og að þetta sé hagkvæmt útgerðarfyrirkomulag. En ég vil samt síður láta eigin sleggjudóma eða annarra ráða för um framhaldið. Fagleg úttekt á þessu öllu saman væri auðvitað bráðskynsamleg.


mbl.is Misheppnaðar strandveiðar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Fannar frá Rifi

strandveiðar eru aðalega fyrir þá sem hafa selt allt frá sér og sínum byggðum og eiga eftir bátinn. það er verið að hleypa þeim sem selja kvótann aftur ókeypis út á sjó til að veiða.

strandveiðar segjar að þú eigir að selja allt frá þér og þér verði launað fyrir það. 

Fannar frá Rifi, 30.10.2009 kl. 22:25

2 Smámynd: Jón Pétur Líndal

Fannar.

Þetta eru vissulega góð og gild rök hjá þér, ekki hægt að neita því.

Jón Pétur Líndal, 31.10.2009 kl. 00:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband