Þjóðnýting, ónýting eða stofufangelsi?
30.10.2009 | 11:55
Þetta er auðvitað bara ein leið til að hækka skatta, að leggja vegatolla á umferð um helstu þjóðvegi.
En það mundi bara miklu meira sparast með því að hætta bara alveg vegagerð og vegaviðhaldi, þá verða vegirnir ónýtir og þá hættir fólk líka að ferðast um þá eins og hlýtur að verða með vegatollum út um allt.
Svo væri auðvitað bara hægt að setja menn í stofufangelsi eða koma á útgöngubanni, banna þjóðinni bara að vera á ferðinni. Þessa aðferð mætti útfæra þannig að um gæti verið að ræða algjört bann, eða banna umferð á ákveðnum dögum eða setja á stofn sérstaka nefnd sem gefur ferðaleyfi. Þetta er alþekkt úr gamla Sovétinu og gekk þannig í áratugi. Og af því að almenningur mundi spara sér gríðarlegar fjárhæðir með því að vera ekkert á ferðinni má hækka tekjuskattinn um 20-30% a.m.k. og spara þar að auki fullt í útgjöldum. Já, það er örstutt í íslenska Sovétið, það lifir undir niðri í Jó Steini.
Þjóðnýting blasir við | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.