1-0 fyrir útrásarvíkingum.
30.10.2009 | 01:56
Þetta er nú bara akkúrat það sem maður hefur verið að óttast, að það takist að þvæla og snúa þannig út úr málum að lítið verði um sakfellingar og dóma þegar málin frá sérstökum saksóknara fara fyrir dómstóla. Þetta er að vísu einkamál, en ekki opinbert mál, og frekar smátt í sniðum m.v. það sem búist er við að eigi eftir að fara í dómskerfið. En þetta leggur vissar línur. Þannig að þetta mál fór 1-0 fyrir útrásarvíkingana og þeir eru greinilega með dómgæsluna á sínu bandi.
Skelfileg skilaboð frá Hæstarétti | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Sorgardagur fyrir íslenska þjóð og sýnir svart á hvítu í hvernig samfélagi við búum. Þessi niðurstaða mun eflaust því miður letja aðra í kæruhugleiðingum. Það er því óskandi að þetta mál færi enn lengra.
Jón Flón (IP-tala skráð) 30.10.2009 kl. 11:14
"....þetta leggur vissulega línurnar...!" Það óttast ég einnig eða með orðum Óla grís: "..yOu ain´t seen nothing yet..!"
kv. Heilbrigð skynsemi (fun.blog.is)
Jakob Þór Haraldsson, 30.10.2009 kl. 13:22
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.