Davíð skín sem sólin.
29.10.2009 | 13:21
Davíð er eins og sólin, menn gleyma henni ekki, allir vilja hafa sól, hún er alltaf áberandi þegar hún skín, allt snýst í kring um hana. Allir vilja baða sig í geislum hennar. Hún veitir birtu og yl. Það er ekki auðvelt að breiða yfir hana eða fela hana eða slökkva á henni, það þýðir ekkert að vera á móti henni. Hún kemur reglulega upp. Þegar hún kemur upp sést hvað menn hafa verið að aðhafast í myrkrinu. Þó menn fái stundum nóg af henni er það bara um stundarsakir, menn sækja alltaf í sólina aftur. Það er auðvitað hægt að brenna sig á henni líka og dýr næturinnar skríða í skjól þegar hún kemur upp. En þegar sólin skín þá komast menn leiðar sinnar, skynsamir menn fara erfiðar leiðir þegar sól er á lofti því þá sjá menn fótum sínum forráð, en ekki þegar myrkur er yfir öllu. Allir valdamenn vilja vera eins og sólin, varpa birtu og yl til borgaranna. En það eru ekki margir af þessu kalíberi í stjórnmálum, allavega ekki á Íslandi.
Treysta Davíð til að leiða landið út úr kreppunni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.