Þetta er nú líklega ástæðan fyrir því hvaða leiðir eru valdar hér til að koma okkur dýpra í kreppunni.

Ég hef svo sem sagt það áður hér á blogginu að ég óttast að þessar endalausu undirskriftir undir óráðssamninga og endalausir vinargreiðar ríkisstjórnarinnar við útrásarliðið sé allt vísvitandi til að koma Íslandi í svo afleita stöðu að hægt verði að kjafta þjóðina inn á að aulast inn í Evrópusambandið. Meira að segja Samfylkingin og Össur virðast hafa áttað sig á að þessa þjóð langar ekkert þangað inn og á ekkert erindi þangað inn þannig að eina leiðin til að troða okkur inn er að koma okkur í svo vonda stöðu að við hreinlega gefumst upp og játum hvað sem er eins og fangarnir í Guantanamo.

Mér finnst það auðvitað ekki mikil hollusta við land og þjóð þegar stjórnmálaflokkur getur staðið í svona bolabrögðum til að koma þjóð sinni í svona bandalag þegar hún er í svona stöðu eins og við erum nú. Þetta er eins og versta heimilisofbeldi, það er ekki verið að berja á öðrum þjóðum heldur sinni eigin þjóð. Þetta er ótrúlegt lið sem Íslendingar hafa kosið til valda fyrir sig.


mbl.is Á methraða inn í ESB?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir

já mikið er ég sammála..það vildi ég á þjóðin tæki sig saman núna og segði... hingað og ekki lengra. það verður að stoppa þessa vitleysu strax.

Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 29.10.2009 kl. 00:59

2 identicon

Fyrrv. ofur-nætur bloggarí, Össur, virðist seint ætla að átta sig á því að það er ekki víst að meirihluti sé með þjóðinni að ganga í þetta TOLLABANDALAG. Útiloka þannig nær allar vörur frá Asíu, Afríku og Ameríku eins og hún leggur sig ! Allt verði dýrara en þarf að vera, gleymum því ekki.

Örn Johnson ´43 (IP-tala skráð) 29.10.2009 kl. 01:10

3 identicon

Örn Johnson, það er alveg fáránlegt að halda því fram að við inngöngu í ESB þá muni ekki vera hægt að kaupa vörur frá Asíu. Þetta er sérstaklega heimskuleg yfirlýsing fyrir þá staðreynd að ESB svæðið flytur inn mikið af vörum frá Asíu, og er í reynd með fríverslunarsamninga við helstu viðskiptalönd í Asíu (nema Kína, vegna mannréttindarmála og annara mála).

Sama gildir um fullyrðinguna hjá þér um vörur frá Ameríku og Afríku. Þetta er alveg jafn glórulaus og vitlaus fullyrðing.

Það er ennfremur ljóst að innganga í ESB mun lækka vöruverð á Íslandi, sérstaklega til lengri tíma. Við inngöngu Finna í ESB, þá lækkaði vöruverð hjá þeim að jafnaði um 20%.

Jón Frímann (IP-tala skráð) 29.10.2009 kl. 11:13

4 Smámynd: Jón Pétur Líndal

ESB er vissulega að nokkru leyti tollabandalag, en samt verður hægt að flytja inn hvaðan sem er, bara ef tollur er greiddur eða eftir því sem samningar kveða á um. En hitt er nú bjartsýni sem kemur fram hjá Jóni Frímanni, að vöruverð muni lækka við inngöngu í ESB. Ég fæ ekki séð að flutningskostnaður eða staðsetning landsins eða óhagkvæm stærð þjóðarinnar muni lagast neitt við inngöngu í ESB. En þetta eru nú þeir þætti sem helst valda háu vöruverði hér. Og svo er það alþekkt að þau lönd sem hafa tekið upp Evruna hafa allt fengið miklar verðlagshækkanir samhliða því að skipta um gjaldmiðil. Þetta fékk ég nú m.a. að heyra í haust á Spáni og miðað við verðlag þar nú held ég að Íslendingum þætti það ekki mjög hagstætt að taka upp sambærilega verðlagningu hér.

Jón Pétur Líndal, 29.10.2009 kl. 13:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband