Þetta er því miður raunsætt mat.
28.10.2009 | 20:23
Ég tek undir þessa skoðun prófessors Galbraith. Við getum aldrei borgað skuldir af þessari stærðargráðu. Eins og ég hef upplýst um áður hér í mínu bloggi þá t.d. eru útborguð laun á Íslandi ekki nema um 374 milljarðar á ári. En skuldirnar eru allavega á milli 3-4 þúsund milljarðar, jafnvel eitthvað á fimmta þúsund milljarðar eða ca. 8-13 sinnum hærri en útborguð laun í landinu alls á ári. Þannig að þó allir landsmenn afsöluðu sér launum sínum til ríkissjóðs, þá dygði það ekki til að standa undir vöxtum af þessu ásamt fjárlagahallanum sem líka á að stoppa, hvað þá að borga eitthvað niður. Og meira er varla hægt að borga en að borga allt sem menn afla, hvað er hægt að borga meira? Og nú er fyrirséð að það dugir ekki til. Það er því tilgangslaust að taka þessar skuldir á sig, það er bara verið að velta vandanum á undan sér með því og velta honum á næstu kynslóð eða þangað til einhver maður með viti sest hér við stjórnvölinn og tekur á þessu. Eða þangað til mest öll þjóðin verður flúin úr landi og enginn eftir til að borga þetta.
Ekki á ég samt von á að viðsemjendur okkar fatti þetta ekki, þannig að fyrir þeim vakir væntanlega að taka ríkisfyrirtæki upp í skuldirnar eins og þeim mun verða heimilt skv. fyrirætlunum ríkisstjórnarinnar, og hirða af okkur fiskimið og orkulindirnar sem við höfum í jarðvarma og fallvötnum og olíulindir ef þær finnast einhverjar nýtilegar. Verði kröfuharkan sú sama áfram og verið hefur undanfarið hjá viðsemjendum okkar er ballið ekkert að verða búið ennþá.
„Skrípaleikur“ að leggja á slíka byrði | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.