Misvægi í verðþróun, hvað verður um peningana?
28.10.2009 | 08:34
Þessi þróun í Frakklandi, að verðið sem bændur fá fyrir afurðirnar stendur nánast í stað á sama tíma og það hefur hækkað um 20% til neytenda er keimlík því sem orðið hefur víða annars staðar, m.a. á Íslandi.
Mér sýnist að hjá okkur sé verslunin búin að taka í sinn vasa bæði aukna álagningu sem kemur fram í að verðþróun í verslunum til neytenda er allt önnur en til framleiðenda og svo sýnist mér í fljótu bragði að virðisaukaskattslækkunin á matvöru sé líka öll gengin til baka í formi hærri álagningar í matvöruverslunum.
Af hverju gerist þetta? Hlýtur að vera fákeppni, hvernig ætli Bónusfeðgar skýri þetta ef þeir yrðu spurðir? Af hverju eru þeir ekki spurðir?
Af hverju er ekkert gert í þessu? Eiga ekki bæði framleiðendur og neytendur rétt á að milliliðurinn á milli þeirra, smásöluverslunin fái það aðhald að verðmyndum verði eðlileg? Af hverju er ekki svo. Er það ekki fákeppnin og hagsmunatengslin við stjórnmálamenn, gjaldþrota banka, útrásina o.fl.? Ég býst við því. Þarna er verið að mjólka almenning til að fá pening upp í hrunið.
Sarkozy veitir bændum 1,65 milljarða evra aðstoð | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.