Fyrsti fjöldamorðingi í Ameríku var Íslensk kona.

Það má eflaust eitthvað deila um hver sé fyrsti fjöldamorðinginn í Bandaríkjunum. Ég ætla ekkert að spá í það í sjálfu sér, en fyrsti fjöldamorðinginn sem ég veit um í Ameríku, löngu áður en Bandaríkin urðu til var Freydís Eiríksdóttir, systir Leifs heppna.

Þannig var að fáum árum eftir að Leifur og félagar fundu Ameríku, eða Vínland eins og það mun hafa verið kallað þá, fyrir um ellefu aldamótum síðan, fóru tvö skip frá Íslandi þangað.

Freydís Eiríksdóttir réði fyrir öðru skipinu, ekki man ég hver réði hinu. Skipshafnirnar reistu sér búðir og hugðust dvelja um hríð á Vínlandi þegar þangað var komið. En ekki gekk nú samstarf þessara aðila vel, einhverjar hnútur gengu milli manna og fjandskapur óx. Fór svo að nótt eina laumaðist Freydís úr skála sínum og reif föt sín og kom svo organdi inn og lét líta svo út sem menn úr hinu liðinu hefðu nauðgað sér eða gert tilraun til þess. Ræsti hún út sinn mannskap og fór með þá í hinn skálann alvopnaða. Þar voru menn vaktir upp og leiddir út einn í einu þar sem Freydís banaði þeim eigin hendi þar til allir voru dauðir og hins meinta glæps að fullu hefnt. Síðar þegar heim var komið eftir þessa Vínlandsför kvisaðist hið sanna út, að Freydís hafði logið upp á mennina og vélað sína menn til að leiða þá út í dauðann á fölskum forsendum. Var þetta talið hið versta óhæfuverk og tel ég að þetta sé fyrsta fjöldamorð, a.m.k. hvítra manna, í Ameríku og Freydís þar með fyrsti fjöldamorðinginn í þeirri heimsálfu.

Þar með eiga Íslenskir víkingar heiðurinn af þessu, eða þannig.

Þeir sem vilja kynna sér þetta betur geta gert það með því að lesa Íslendingasögurnar, t.d. Eiríks sögu rauða o.fl.


mbl.is Fyrsti fjöldamorðingi Bandaríkjanna látinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband