Nú eru Landsvirkun og Íbúðalánasjóður töpuð, ég útskýri hvers vegna það er óhjákvæmilegt.
19.10.2009 | 19:27
Á hvíldardeginum í gær sem skv. trúnni og boðorðunum á að halda heilagan, tilkynnti heilög Jóhanna um að ritað yrði undir nýtt Icesave samkomulag sem hún og gerði í dag og væntanlega verður heilagur samningur sem kemur okkur sjálfsagt nauðugum viljugum inn í heilagt himnaríki ESB. Þetta virðast allavega vera trúarbrög Samfylkingarinnar.
En eins og menn heyra glöggt í fréttum þá eru þetta ennþá afarsamningar, m.a. hægt að ganga að ríkisfyrirtækjum upp í skuldina fáist hún ekki greidd með skilum á gjalddögum. Það er auðvitað hverjum manni ljóst sem eitthvað hefur fengist við skuldir að þessa skuld verður aldrei hægt að greiða og því verða ríkisfyrirtæki eins og Landsvirkjun og Íbúðalánasjóður og mörg fleiri tekin upp í skuldina.
Nema! Ef þessum ríkisfyrirtækum er breytt í hlutafélög og sett á markað eins og það var kallað í góðærinu. Þá eru þetta ekki ríkisfyrirtæki lengur og ekki hægt að hirða þau af ríkinu. En þessi leið er samt gagnslaus. Hér er allt efnahagslífið í kaldakoli og verður áfram, öll stór fyrirtæki eru við dauðans dyr eða orðin ríkisfyrirtæki. Engir kaupendur að svona fyrirtækjum, lífeyrissjóðirnir horfa í gaupnir sér, þykjast ekkert mega eða geta gert að gagni núna, eru sjálfsagt líka að breiða yfir tap sem er ekki að fullu komið fram hjá þeim. Þannig að þaðan kemur ekkert gagnlegt.
Þá er það þannig að einu mögulegu kaupendurnir að þessum fyrirtækjum, vilji menn reyna að fá meira fyrir þau en fæst með því að þau verði hirt á nauðungarsölum upp í skuldina, eru erlendir. Og þar með eru þessi fyrirtæki, hugsanlega öll ríkisfyrirtæki í landinu glötuð, í þeim skilningi að þau munu lenda í höndum útlendinga sem munu reka þau, halda gjaldskrám háum og nota arðinn á sínum heimavelli. Þannig að það kemur út á eitt hvort ríkisfyrirtækin verða hirt af okkur upp í afborganir eða einkavædd, þau tapast hvort eð er.
Þannig erum við ekki bara að borga Icesave ef Alþingi samþykkir samninginn. Heldur munum við borga miklu meira í gegnum glötuð fyrirtæki og fyrirsjáanlega fjármagnsflutninga frá þeim um ókomna framtíð. Er þetta góður samningur??
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.