Krónan að styrkjast og stöðugleiki að aukast.

Jæja, nú er krónan farin að styrkjast örlítið og mun halda því áfram á næstunni. Við athugun áðan mátti sjá að aflandsgengi krónunnar gagnvart Evru er 183,9167 krónur fyrir Evruna. Þetta er nánast sama gengi og gengið hér heima þannig að nú má segja að gengið gagnvart evru sé á pari hér heima og erlendis.
Og aflandsgengið gagnvart USD er núna 124,53 sem er það sama og Seðlabankinn gefur upp sem miðgengi. Þarna er þetta orðið alveg á pari. Og þar sem þetta aflandsgengi hefur verið að styrkjast talsvert undanfarið og virðist enn vera að því er rökrétt að reikna með styrkingu hér heima líka. Stöðugleiki krónunnar hefur líka aukist að mun núna þegar hún er aftur skráð á sama gengi hér heima og erlendis.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnar Gunnlaugsson

Góðar fréttir.

Ragnar Gunnlaugsson, 8.10.2009 kl. 09:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband