Stefnuræðan í gær - það sem ekki gerðist?

Ég hlustaði á stefnuræðu forsætisráðherra í gær og umræður um hana. Það var aðallega tvennt sem þarna kom á óvart. Annað var það að Össur Skarphéðinsson sagði ekki orð, sat bara þögull á bekknum aldrei þessu vant. Hitt var það að enginn talaði um það hvernig ESB aðild muni bjarga þjóðinni margfaldlega úr þessum ógöngum okkar nú og tryggja okkur óendanlega velsæld í framtíðinni eins og mátt hefur skilja hingað til.

Þannig að nú veltir maður fyrir sér hvað er að gerast í Samfylkingunni fyrst Össur fær ekki að segja orð, búið að sussa á hann, og fyrst ekki er minnst á ESB aðild lengur. Jóhanna talaði raunar eitthvað um ónýtt regluverk ESB sem hluta af okkar vanda núna. Kannski er hún búin að fá nóg af ESB bullinu? Er Samfylkingin að breyta um stefnu? Er klofningur í Samfylkingunni út af Össuri og ESB? Hvað er í gangi? Fyrir nokkrum vikum síðan var ESB aðild og upptaka Evru það eina sem gat bjargað Íslandi að mati Samfylkingarinnar. Nú er ekki minnst á þetta einu orði lengur? Eru komnar einhverjar sérfylkingar í Samfylkinguna út af þessu? Það virðist vera órói í fleiri stjórnarflokkum en VG.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband