Mikil styrking krónunnar undanfarið

Skv. nýjustu fréttum hefur gengi krónunnar styrkst á undanförnum vikum um nálega 15% gagnvart evru á aflandsmarkaði, þ.e. á öðrum gjaldeyrismörkuðum en þeim íslenska. Nú er orðinn lítill munur á gengi krónunnar hérlendis og erlendis. Ef framhald verður á styrkingu krónunnar erlendis ætti hún líka að fara að styrkjast hérlendis og þá ætti að taka við verðhjöðnun hér og lánalækkun. En það er spurning hvort hægt verður að lækka vextina líka eða hvort seðlabankanum og ríkisstjórninni tekst að finna nýja afsökun til að halda þeim uppi áfram. Það verður gaman að fylgjast með því hverju verður logið að okkur um þetta á næstunni.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband