Ögmundur forðar sér úr vitleysisstjórninni.

Þá er Ögmundur búinn að forða sér úr ríkisstjórninni rétt áður en hún fellur yfir hann, rétt eins og Björgvin gerði í næst síðustu ríkisstjórn rétt áður en hún féll.

Ég held að Jóhanna og Samfylkingin verði að fara að opna aðeins augun og skoða betur hvað hefur verið að gerast í landinu. Þessi flokkur er orðinn aðalhemillinn á að hér sé hægt að taka á hruninu sem varð fyrir ári síðan. Vesalings fólkið í Samfylkingunni verður að fara að skilja m.a. eftirfarandi:

Við eigum ekki að borga Icesave.
Það á að frysta allar eigur eigenda og stjórnenda bankanna.
Það á að láta sömu menn axla ábyrgð á hruninu.
Það þarf að sækja peningana sem hurfu og hafa samvinnu við aðrar þjóðir um það.
Það þarf að afnema verðtrygginguna.
Það þarf að lögfesta siðleg viðskiptakjör í peningastofnanir afturvirkt.
Það þarf að skilja að allar innistæður í bönkunum töpuðust.
Það þarf að skilja að AGS er ekki algóður peningalánaguð.
Það þarf að skilja að Gordon Brown er ekki maður sem á að taka til fyrirmyndar.
Það þarf að skilja að bankar þurfa ekki að vera ríki í ríkinu.
Það þarf að skilja að það gerir aldrei gagn að hneppa þjóð í fjötra.
Það þarf að skilja að það eru mikilvægari mál ókláruð hér en ESB umsókn.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband