Merki vinstri grænna í Portúgal.

Ég var í nokkra daga í Porto í Portúgal í síðustu viku. Það mátti sjá að kosningar voru í nánd, talsvert um auglýsingar og veggspjöld og mikil umfjöllun í sjónvarpi um þessar kosningar.

Það var áberandi að meirihluti kosningaauglýsinga var merktur flokki sem kallast CDU og er systurflokkur VG á Íslandi. CDU er upprunninn úr þremur eldri flokkum, kommúnistum, grænum og hluta af krötum. Fyrir þessar kosningar var þetta þriðji stærsti flokkur Portúgal. Þó ég sé ekkert sérstaklega vinstri sinnaður fær þessi flokkur sérstaka aðdáun mína fyrir það að hann notar hamar og sigð í merki sínu og þarna er ekkert verið að fela kommúnismann. Kannski vita þeir ekki kommarnir í Portúgal að það sé hægt að tala um norrænt velferðarkerfi til að beina athygli frá kommúnisma eða að þeir hafa ekki fengið Alþjóða gjaldeyrissjóðinn eins og hjálparstofnun upp í hendurnar til að vingast við til að geta þóst vera kapítalismar. Enda voru vinstri grænir í Portúgal bara með um 7,6% atkvæða í kosningunum 2005. Ég hef ekki gáð hvernig þessar kosningar fóru í Portúgal núna, held þeir hafi byrjað að telja atkvæði í gær, en það skiptir líka litlu, það lá vel á öllum þarna, veðrið gott og bankar á hverju götuhorni. Sennilega enginn jarðvegur fyrir pólistískar breytingar í því landi.

Hér á Íslandi eru vinstri grænir bæði heppnari og klárari, hafa norrænt velferðarkerfi að tala um og Alþjóða gjaldeyrissjóðinn að vingast við og svo er það náttúrulega "bónus" vinningur að hinn vinstri flokkurinn er svo vitlaus að voða fáir geta kosið hann nema afneita því á eftir. Og svo náttúrulega tókst eftir bankahrunið að böðlast í gegn um kosningar áður en fólkið skildi að VG á Íslandi er ekkert skárri eða öðruvísi flokkur en hinir þrír í fjórflokkakerfinu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband