Stærsta bankarán Íslandssögunnar sagði Jón Ásgeir fyrir ári síðan.

Já, þetta sagði víst Jón Ásgeir Jóhannesson fyrir ári síðan. Einhvern veginn vissi hann alveg að hér hafði verið framið bankarán. Af hverju er nú ekki búið að spyrja hann betur út úr um þetta. Hann vissi greinilega að bankinn var tómur. Hann var sjálfur alllengi búinn að vera viðriðinn stjórn og eignarhald bankans. Mér skilst að með þessum tilvitnuðu orðum hans í fyrra hafi hann verið að gefa í skyn að það að taka bankann af honum hafi verið bankaránið sem hann talaði um en það er löngu komið í ljós að bankinn var galtómur eins og brotinn sparigrís og innihaldið úr bankanum/sparigrísnum horfið. Það hlýtur Jón Ásgeir að hafa vitað.

Og þá er nú stóra spurningin. Af hverju er ekki búið að taka á hans þætti í þessu bankaráni sem hann talaði um?? Maðurinn sama sem játaði á sig þáttöku í stærsta bankaráni Íslandsssögunnar sama dag og síðustu krónurnar hurfu úr bankanum og samt fattar löggan ekki að spyrja hann nánar um þetta. Hvað er eiginlega að hér??


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband