Hvað hafa Íslendingar gert Spánverjum í sjávarútvegsmálum?

Þetta er nú kannski ekki merkileg spurning, en svarið við henni má sjá á upplýstum vegg í sjóminjasafninu í Vigo á Spáni, stærstu löndunarhöfn í Evrópu.

Og hvað skyldi svarið vera? Jú, svarið er að í þriðja þorskastríði Íslendinga og Englendinga, sem Íslendingar unnu eins og við vitum, þá var komið á nokkurs konar eignarhaldi á úthöfunum, 200 mílna lögsögu. Og þar með er það Íslendingum að kenna að Spánverjar hafa ekki lengur ótakmarkaðan aðgang að heimshöfunum til fiskveiða að eigin geðþótta. Eigendur úthafanna hafa að sjálfsögðu fært út sína landhelgi hver fyrir sig og rekið Spánverja burt. Og vandamál Spánverja er að þeir eiga ekki lögsögu yfir neinum fiskimiðum sem verulegu máli skipta. Smá blettir á Atlantshafinu, norðan og sunnan Portúgals tilheyra Spáni, sem og hafsvæðið austan við Spán, en það er því miður bara Miðjarðarhafið sem er ekki sérstklega gjöfult fiskihaf.

Og skv. því sem fram kemur á sjóminjasafninu í Vigo þá er það þannig að þær fiskveiðar sem gerðu Spán að mestu fiskveiðiþjóð Evrópu voru einkum stundaðar á eftirtöldum hafsvæðum:

Vestur af Sahara í Afríku.
Vestur af Suður Afríku.
Austur af Argentínu.
Á Nýfundnalandsmiðum.
Á Reykjaneshrygg.
Austur af Boston í Bandaríkjunum.
Vestur af Írlandi.

Spánverjar hafa því aldrei byggt sínar fiskveiðar á eigin fiskistofnum eða fiskimiðum við eigin strendur, heldur á því að fara og moka upp fiski langt að heiman. En Íslendingar bundu enda á þetta með því að vinna þriðja þorskastríðið við Englendinga og nú er það bara spurning hvort það er ekki það gáfulegasta sem við getum gert að ganga í Evrópusambandið og leyfa Spánverjum að fara að ráðskast með fiskveiðar í íslenskri lögsögu. Það er okkur að kenna að þeir fá ekki lengur að veiða eins og þeim sýnist á öllum sínum gömlu fiskimiðum. Það er okkur að kenna að Spánski flotinn er ekki lengur ráðandi á Atlantshafinu, heimskautanna á milli. En flotinn er enn til og liggur bundinn við bryggju og bíður færis. Hvað skyldu Spánverjar vera að hugsa í þessum málum núna? Er það brilljant hugmynd hjá Samfylkingunni að ganga í ESB og skála við Spánverja um samstarf í fiskveiðimálum? Ég held varla, enda hefur enginn sýnt fram á að nokkurn tíma hafi komið góð hugmynd eða góð lausn á einhverju frá Samfylkingunni.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband