Icesave og afturfararríkisstjórn IMF-AGS

Ég hlustaði á Silfur Egils áðan og spjall hans við Guðmund Franklín Jónsson. Þarna tókst Agli að ná viðtali við enn einn manninn sem greinilega skilur ágætlega hvað er í gangi í þessu landi hér.

Það er líka alveg víst að það verður ekkert gert með hans ráð og ábendingar frekar en annarra sem hafa haft eitthvað gagnlegt til málanna að leggja, enda engin ástæða til því hér hefur verið tekin ákvörðun um að stefna í aðra átt, afturábak en ekki áfram.

Og við Íslendingar eigum ekkert að vera að kvarta. Við kusum okkur þing og ríkisstjórn sem hafði um skamma hríð starfað hér fyrir IMF-AGS og hafði það að markmiði að gera það áfram eftir kosningar. Þjóðinni var gerð ágæt grein fyrir þessu fyrir síðustu kosningar og hún kaus þessa leið. Því er það eina rétta leiðin að klára það 15-20 ára afturfararprógramm sem þjóðin hefur kosið sér.

Þess vegna er það mín skoðun að ríkisstjórnarflokkarnir eigi að taka upphaflegan Icesave samning aftur til atkvæðagreiðslu og samþykkja hann undanbragðalaust án allra fyrirvara eins og þeir hafa lofað IMF-AGS svo lýðveldið Ísland geti nú þegar hafið sína löngu afturför inn í framtíðina.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband