Hvað finnst útlendingum um Ísland núna?

Ég er búinn að hitta margt fólk frá ýmsum löndum hér á Spáni undanfarið. Ég hitti Indverja sem hafði mikinn áhuga á að ræða þjóðmálin þegar hann fann út að ég væri frá Íslandi. "Oh, you are from Iceland! You must trow out the president" Þetta var það fyrsta sem hann sagði, orðrétt eftir honum haft. Eftir smá umræður var það ljóst að honum fannst ekki sæma í nútímaríki að þjóðhöfðingi sæti eins og aldrei hefðu verið betri tímar, á tímum þegar efnahagslífið hefur hrunið til grunna að stórum hluta. Til að sýna að við Íslendingar viljum ekki hafa þetta svona á að byrja tiltektina efst í valdapýramídanum og þar sem Ólafur Ragnar hefur kynnt sig sem toppstykki íslenska valdapýramýdans og valdamesta mann landsins á ferðum sínum um Indland finnst Indverjum það algjört lágmark að Íslendingar skipti um þetta toppstykki sem er greinilega handónýtt. Ég gat auðvitað ekki annað en verið sammála manninum. Annars var hann ótrúlega vel upplýstur um hvað hér hefur gerst undanfarið, bankahrunið sjálft, fall krónunnar og gjaldeyrishöft og spillingu. Það er greinilega ekki hægt að fela ósómann á þessari upplýsingaöld.

Ég hitti líka í gær nokkra kínverja sem ætluðu að heimsækja Ísland í nóvember s.l. en hættu við og fóru eitthvað annað. Þeir vissu lika talsvert um okkar mál og klúður. Það að þeir hættu við íslandsferð í fyrra þýðir ekki að þeir ætli aldrei til Íslands, þvert á móti þá eru þeir að hugsa um að koma í heimsókn í vetur, en þótti ástandið bara of ótryggt síðasta vetur til að standa í heimsóknum.

Auk þessara tveggja hef ég spjallað við fólk frá Kanada, USA, Bretlandi, Skotland, Norðurlöndunum, Hollandi og Spáni auðvitað. Yfirleitt sýnir þetta fólk samúð og vorkunn nema Norðmenn sem hlæja auðvitað dáldið að okkur og stríða manni líka á þessu. Það veit ótrúlega mikið um Íslenska efnahagsundrahrunið. Og það er alveg ljóst að við vinnum aldrei neitt traust í útlöndum með einhverjum vaxtaákvörðunum og svoleiðis bulli. Það sem allir spyrja um eða ræða á einhvern hátt er hvort það fari ekki fullt af bankamönnum og stjórnmálamönnum í steininn. Þetta er greinilega það sem þarf til að vinna traust erlendis aftur, enda skiljanlegt, það treystir okkur enginn framar ef við erum ekki menn til að gera upp klúðrið með þeim hætti að umheimurinn sjái að við höfum einhver lög í landinu til að fara eftir um þessi mál, og beitum þeim, líka þegar það kemur einhverjum illa.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband