Vitleysingar við stjórn.
9.9.2009 | 12:59
Það er búið að vera fróðlegt að hlutsta á Gunnar Tómasson og Joseph Stiglitz og heyra þeirra álit á efnahagsmálum á Íslandi. Í stuttu máli virðast þeir alveg sammála um að það er aðalvandi okkar að stjórnmálamennirnir eru vitleysingar. Þetta er svo sem auðvelt að skilja þegar horft er til baka og sagan skoðuð. Stöðugt fall krónunnar, samningar um orkusölu undir kostnaðarverði, dekur við bankana þar sem allt er látið eftir þeim sem þeir hafa beðið um, kvótakerfið og útbrunnir stjórnmálamenn sem fara um stjórnkerfið eins og krabbamein eru allt stórmál sem varða þessa sögu og skýra það eflaust að menn segja það bara afdráttarlaust að hér stjórni vitleysingar.
Og nú eru sömu vitleysingarnir að semja um aðild okkar að ESB. Það yrði merkilegt ef Össur og félagar fara nú að brjóta upp gamla hefð og semja af viti um ESB. Nei, ég á ekki von að svo verði. Því miður skiptir það engu máli hvort við getum haft gagn af að ganga í ESB eða ekki. Það eina sem er klárt í samningaviðræðum okkar við ESB er að það eru vitleysingar sem eru að semja þar fyrir okkar hönd og samningurinn mun verða eftir því.
Sorry félagar, við erum enn á sömu braut og áður. Næsta hrun hér verður sjálfsagt kennt við ESB. Við erum enn að kjósa yfir okkur sömu flokkana og sama fólkið og hefur rutt öllu um koll hér á undanförnum árum. Það eina sem hefur breyst er að nú hafa vitleysingarnir stuðning af Alþjóða gjaldeyrissjóðnum, því sívinsæla framfarafélagi heimsins.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.