Öl á Alþingi.
26.8.2009 | 12:50
Ég held það væri ágætt að hafa á bilinu einn til þrjú hundruð sextíu og fimm daga á ári þar sem þingmenn mega vera fullir í ræðustól án þess að verða fyrir áreiti út af því. Þá tjá þeir sig kannski frá hjartanu og sýna sitt rétta andlit. Eða eins og máltækið segir. Öl er innri maður. Held að þjóðin hefði bara gott af að fá að kafa í þingmannssálirnar með þessum hætti. Og svona dagur þarf auðvitað að vera fyrir allar kosningar.
Það er líka löngu komið nóg af þessum tvískinnungshætti í sambandi við áfengi, að það þurfi helst allir að geta keypt það alls staðar, en enginn megi koma fram opinberlega eftir að hafa drukkið það. Af hverju þarf að fela sig eftir áfengisdrykkju, hvaða skömm er að drykkjuskap ef vínið er löglega keypt? Áfengissala og -drykkja er fullkomlega löglegt athæfi og ekkert athugavert þó það sjáist á fólki að það stundi þessa fullkomlega löglegu iðju.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.