Forsetavísur

Ég er alls ekki hrifinn af persónu Ólafs Ragnars, ferli hans og ferðalögum og öðru dýru brambolti nú í kreppunni. Ég sankaði saman nokkrum vísum sem sýna hug minn ágætlega og koma þær hér á eftir. Ég tek fram að það var ágætt að kallinn slasaðist ekki meira en raun varð á en efast þó um að hann læri nokkuð af þessu.

Forsetavísur.

Ort um Húnvetnska gæðinginn sem hnaut með Ólaf Ragnar svo sá síðarnefndi axlarbrotnaði.

Þú gæðingur sem glæstur brokkar,
heill sér þér og heiður vís,
fyrir að leggja að velli vitring okkar,
forseta vorn, Óla Grís.

Hestaferðir Ólafs Ragnars mætti halda að væru einvígi við hestana, hann kemur alltaf slasaður heim af hestbaki.

Einvígin hann aldrei vann,
hrossin kunna vel á hann.
Hestarnir sem heilla mann,
leggja að velli forsetann.

Ómar Ragnarsson sendi Ólafi skólafélagakveðju á bloggi sínu með svohljóðandi vísu.

Þó að um þig standi styrr
styrk þér veiti Drottinn.
Haltu áfram eins og fyrr
ekki af baki dottinn.

Í framhaldi af þessari vísu Ómars urðu þessar til.

Þó að um þig standi styrr,
skjótt þig hirði Skrattinn.
Þú þarft eins og alltaf fyrr,
Bessastaða skattinn.

Þó þér móti blási byrr,
og keikur sért og montinn.
Þú ert eins og áður fyrr,
enn af baki dottinn.

Þó þú sjaldan sitjir kyrr,
falskur mjög og gortinn.
Þú ert enn sem aldrei fyrr,
pólitískur hrottinn.

Og meira um hestinn sem Ólafur var á.

Ó, gullfallegi gæðingur,
lof sé þér og prís.
Þú skarpgáfaði vitringur,
sem veltir Óla Grís.

Og svo aðeins um útrásina og fleira fólk í henni.

Með Óla Ól. í útrásinni,
brostu og sögðu SÍS.
Núna ætti að loka inni,
Ingibjörgu og Óla Grís.

Enn um Húnvetnska hestinn og Óla.

Í Húnaþingi er viskan vís,
og ráðin ekki þrotin.
Nú er enn á Óla Grís,
öxlin mikið brotin.

Forsetinn elskar framapot,
og minnir mjög á gyltu.
Í Húnaþingi axlarbrot,
fékk af hestabyltu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband