Sending til Hreiðars M og þeirra sem taka vilja til sín.

Í tilefni af Kastljósviðtali í vikunni rifjuðust upp nokkrar vísur eftir Svein frá Elivogum sem eiga ágætlega við núna, eða a.m.k. þangað til annað kemur í ljós, þó höfundur hafi dáið 1945.
Engu hefur verið breytt nema nafni þess sem fyrsta vísan er ort um.

Versta bull um æviár.
Óðar sullu kokkur.
Hrokafullur, happasmár
Hreiðar drullusokkur.

Mælir refur staðlaus stef
stælir þrefar flækir.
Þvælir vefur allt við ef.
Ælir, slefar, krækir.

Landsins grófa lygahrip
líkur bófum verstum.
Hefur þjófa seirðan svip
sem við ógnar flestum.

Margan blekkti mannsins skraf.
Miðlaði róg í eyra.
Drengskap þekkti hann afspurn af
ekki heldur meira.

Íllir vefa íllan þráð.
Ílla að skrefum hyggja.
Ílla gefast íllra ráð.
Íllt er refi að tryggja.

Hábölvaði hundurinn
hafðu það í minni.
Á þig hlaðist óhöppin
og þér skaða vinni.

Lifðu aldrei ljúfa stund.
Löngum kvalinn sértu.
Fram í kaldan bana blund
bölvun haldinn vertu.


Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband