Hefur þjóðin tapað 500-700 milljörðum á SDG, Vigdísi Hauksdóttir og Wintris?

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson hefur orðið uppvís að lygum og feluleik með félag í skattaskjóli sem hann segir að sé allt í lagi með.  Það er erfitt að skilja af hverju hann hefur haft svona mikið fyrir því að fela þetta félag og jafnvel ljúga um það og sleppa því að tilgreina það í hagsmunaskráningu sinni ef allt er með felldu varðandi félagið. 

Það sem er stóra málið í þessu öllu saman er að Sigmundur Davíð Gunnlaugsson og Vigdís Hauksdóttir o.fl. þingmenn sem höfðu í maí og júní 2015 fullyrt að með skattlagningu á þrotabúin mætti ná inn 800-1000 milljörðum í ríkissjóð, en þegar frá leið ákváðu þau í staðinn að semja við bankana um uppgjör sem virðist geta skilað um 300 milljörðum í tekjur.  Þau sem sagt veittu 500-700 milljarða afslátt af fyrirhuguðum skatti á bankana með því að semja um uppgjör sem var mun hagstæðara fyrir kröfuhafa en skattlagningin sem þau boðuðu.  Og þá er stóra spurningin sú hvort kröfur Wintris á þrotabúin urðu þess valdandi að þessi gríðarlegi afsláttur var gefinn af þeim tekjum sem boðað var að innheimtar yrðu af þrotabúunum.  Var það þannig að kröfuhafar höfðu tök á forsætisráðherra í gegn um kröfur Wintris?  Var hann í þeirri stöðu að þau hjónin myndu tapa nokkur hundruð milljónum ef hann slægi ekki af fyrirhugaðri skattlagningu á þrotabúin?

Þetta er stóra spurningin sem skiptir öllu máli núna.  Ef Ísland er normalt réttarríki þá þarf tímabundið að stöðva uppgjör við þrotabú bankanna og fara í saumana á öllu því ferli hingað til og aðkomu forsætisráðherra að því.  Það þarf að haldleggja tölvur og önnur gögn og rannsaka hvers vegna forsætisráðherra og formaður fjárlaganefndar veittu 500-700 milljarða afslátt af tekjum sem þau sögðu að myndu hæglega koma í ríkissjóð. Eflaust eru fleiri sem hafa komið að þessari ákvarðanatöku og ég er ekkert að undanskilja það fólk frá ábyrgð þó ég nefni það ekki hérna.  En vegna þeirru gríðarlegu hagsmunatengsla sem ljóst er orðið að eru á milli forsætisráðherra og þrotabúa bankanna er ekki verjandi út frá hagsmunum þjóðarinnar að gera annað en stöðva uppgjörið og rannsaka það almennilega svo við fáum að vita hvort Sigmundur Davíð sé saklaus klaufi sem hafi þrátt fyrir allt verið að gera sitt besta eða hvort hann hafi afvegaleiðst vegna eigin hagsmuna og tekið þá fram yfir þjóðarhagsmuni með skelfilega dýrum hætti.

 

Sigmundur Davíð á Alþingi í júni 2015 að boða 800-1000 milljarða skatttekjur

Vigdís Hauksdóttir á Hringbraut að tala um að leggja skatt á þrotabú bankanna sem hæglega geti skilað allt að 1000 milljörðum


mbl.is Röð í ræðustól að krefjast afsagnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Rafn Guðmundsson

hárrétt - þetta er spurnng sem nauðsynlegt er að svara og fá einhvern annan en núverandi stjórmamenn til að svara.  lítið að marka þeirra svör greinilega

Rafn Guðmundsson, 4.4.2016 kl. 17:45

2 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Hann hefur engu haldið leyndu né logið.

Helga Kristjánsdóttir, 4.4.2016 kl. 23:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband