Nýkommúnismi - sögulegt lágmark lágkúrunnar í Háskóla Íslands,

Ömurlegt er að lesa að það sé verið að nota opinbert fá á Íslandi til að fá predikara frá Bandaríkjunum til að predika nýkommúnismann yfir Íslendingum.  

Þennan nýja kommúnisma sem gengur út á að ríkið eigi að gera sem minnst, þeir ríkustu að verða ríkari og almenningur blankari.  Þeir einir fái læknishjálp sem eru nógu ríkir, þeir komist í skóla sem eru nógu ríkir, einu fyrirtækin eigi að vera stórar keðjur, alþjóðleg group og önnur einokunar- eða fákeppnisfyrirtæki sem geti algjörlega stjórnað sínum mörkuðum, verðlagningu, vöruúrvali og hagnaði án nokkurrar virkrar samkeppni.  Eini verulegi munurinn á þessum kommúnisma og þeim gamla er að þegar kynt var undir honum var fólkið matað á þjóðernishyggju, nú er fólk matað á hagvaxtarkjaftæði.   Og ótrúlegt en satt, þetta hagvaxtarkjaftaði virkar ótrúlega vel, sérstaklega á fáfrótt menntafólk sem virðist vera of vitlaust til að skilja þróun síðustu ára þar sem hagvöxtur og almenn velsæld hefur dalað jafnmikið og auður þeirra allra ríkustu hefur aukist.

Annars er þetta bara venjulegur kommúnismi sem gengur út það að sumir séu jafnari en aðrir og hafi allt til alls en hinir hafi ekkert nema eitthvað kjaftæði um bjarta framtíð.  Eða kannski má orða þetta betur þannig að hugmyndafræðin gengur eiginlega út á að þeir ofurríki ráði öllu og raki saman fé, ríkið og almenningur séu ávallt til þjónustu reiðubúin fyrir þessa elítu.

Ég vorkenni Háskóla Íslands að taka þátt í þessari lágkúru, það er af sem áður var þegar Háskólinn var stofnaður af metnaði og framsýni. 


mbl.is Háir skattar á ríkt fólk skaðlegir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Þegar VG & Samfó voru við völd var þessi stefna kölluð: "Norræn velferð" og í staðinn fyrir að tala eitthvað um hagfræði (sem var víst einskonar blótsyrði á þeim bæ) var alltaf talað um að "auka jöfnuð."

Þeir voru miklu augljósari og notuðu miklu árangursríkari aðferðir til að færa auð frá almenningi til örfárra útvalinna.

Ásgrímur Hartmannsson, 6.11.2013 kl. 09:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband