Haldið upp á 100 ára spillingarafmæli 2016 eftir næst bestu kosningu í sögu flokksins.
28.4.2013 | 11:20
Það er vel við hæfi að flokkurinn sem oft er nefndur spilltasti flokkur landsins, Framsóknarflokkurinn, fái góða kosningu núna. Á komandi kjörtímabili má nefnilega búast við hátíðahöldum í tilefni af 100 ára spillingarafmæli flokksins sem var stofnaður 1916.
Úrslitin í gær voru þau næstbæstu í sögu flokksins, í þingmönnum talið. Aðeins 1931 hefur flokkurinn fengið fleiri menn kjörna á þing, en þá fékk flokkurinn 35% atkvæða og 23 menn kjörna.
38 menn á þing samtals (60% þingmanna) hjá þessum gömlu vinaflokkum B og D ætti að tryggja góðan frið á stjórnarheimilinu á kjörtímabilinu hvað svo sem gengur á niðri á jörðinni - hjá almenningi.
Það er frekar skrítin fyrirsögn á MBL.is að tala um 51% atkvæðamagn sem einhvern grunn fyrir stjórnarmyndun. Menn mynda ekki ríkisstjórnir eftir atkvæðamagni í kosningum, heldur þingstyrk, sem er allt annað eins og tölurnar sýna, 60% á móti 51%.
Til hamingju Ísland!
Geta myndað stjórn með 51% fylgi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 12:12 | Facebook
Athugasemdir
Framsóknarflokkurinn er ekkert spiltari en aðrir stjórnmálaflokkar á Íslandi.
Áhrifamenn hafa alla tíð verið stelandi hver um annannn þverann.
V.Jóhannsson (IP-tala skráð) 28.4.2013 kl. 19:32
Það getur vel verið rétt, enda er ég ekki að fullyrða að hann sé spilltastur, nefni bara að hann hefur oft verið kallaður spilltasti flokkurinn. Líklega vegna þess að hann hefur verið meira og minna í ríkisstjórnum frá stofnun og þannig getað nýtt fleiri tækifæri en aðrir stjórnmálaflokkar til að afla sér þessarar nafnbótar.
Jón Pétur Líndal, 1.5.2013 kl. 18:59
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.