Ég er algjörlega sammála Ragnari Árnasyni. Hann skýrir þetta ágætlega. Auðvitað er kreppunni ekki lokið fyrr en menn eru komnir upp úr holunni eins og hann segir.
Það eru raunar fleiri hliðstæðir mælikvarðar sem má nota á kreppulokin. T.d. það hvenær fólk sem hefur hrökklast úr landi undan kreppunni snýr aftur. Það bólar ekkert á því ennþá að þessi mælikvarði sýni að kreppunni sé lokið.
Svo vantar ennþá batamerki á siðferðisvoginni. Það hefur ekkert verið gert til að laga siðferðiskreppuna sem fylgi fjárhagskreppunni og var undirrót hennar. Þetta er mjög mikilvægur mælikvarði á það hvenær kreppunni er lokið. Á meðan spillingin grasserar sem aldrei fyrr með afskriftum, bankaofbeldi, siðlausum viðskiptum við stærstu svindlara landsins án þess að þeir séu spurðir af hverju þeir eigi allt í einu peninga núna þrátt fyrir endalaus töp og afskriftir að undanförnu og svona mætti lengi telja, þá er kreppunni ekki lokið. Sama má segja um stjórnmálin, á meðan stjórnvöld hamast við að færa peninga almennings til glæpamanna og glæpafyrirtækja leynt og ljóst þá er kreppunni ekki lokið.
Það versta er að stjórnvöld viðhalda kreppunni. Almenningur er með betra siðferði en stjórnvöld og skilur nokkuð vel hvað þarf að gera til að gera upp við fortíðina - ljúka kreppunni. Það kemur m.a. fram í forsetakosningum í dag þar sem þjóðin framlengir forsetatíð sitjandi forseta vegna þess að hann hefur bætt sitt siðferði þrátt fyrir afleita fortíð og virka þáttöku í undirbyggingu hrunsins. Stjórnmálamenn berja hins vegar hausnum við steininn og forherðast með hverju árinu. Það sést vel á núverandi ríkisstjórn að völdin spilla. Þau spilla svo mikið að menn hika ekki við að herða á siðferðiskreppunni til þess eins að treina titlana út tímabilið fram að næstu alþingiskosningum.
Kreppunni ekki lokið þrátt fyrir hagvöxt | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.