Fjölmiðlar koma í veg fyrir að Ísland fái nýjan forseta í dag.
30.6.2012 | 12:26
Sjö ástæður fyrir að kjósa Ólaf. Röðin er ótengd vigt ástæðnanna - er bara notuð til að afmarka þær skýrt
1. Fjölmiðlar komu með sinn eigin frambjóðanda, Þóru, og hafa hampað henni á kostnað frjálsra framboða. Því miður er frambjóðandi fjölmiðlanna sá lélegasti sem í boði er þrátt fyrir veglega umgjörð - það sjá flestir kjósendur - og þykir því skárra að hafa óbreytt ástand en að hætta á að fjölmiðlaframbjóðandinn verði kosinn.
2. Vitað er að Ólafur verður ekki nema eitt kjörtímabil í viðbót í embætti og varla það. Úr því fjölmiðlar komu í veg fyrir frjálst val á nýjum forseta er vel þolanlegt að hafa Ólaf áfram vitandi það að við losnum við hann eftir max 4 ár.
3. Ólafur hefur gert góða hluti í seinni tíð þrátt fyrir afleit fyrstu 12 árin (árin sem Davíð Þór studdi hann) Það er líka fremur líklegt að hann vilji nota þessi síðustu ár sín í embætti til að tryggja sér enn frekar góð eftirmæli og haldi áfram að standa sig.
4. Fjölmiðlaframboðið sem hefur verið sett fram sem framboðið sem á að fella Ólaf er vel stutt af Samfylkingunni. M.v. stöðu þess flokks hvað varðar einræðistilburði, vanhæfa forystu og vanvirðingu við lýðræðið og kjósendur er eðlilegt að menn kjósi fremur sitjandi forseta en framboð stutt af þeim flokki. Það væri að fara úr öskunni í eldinn.
5. Valdheimildir nýttar til að hleypa almenningi frekar að stjórn landsins, veita aðhald og draga úr spillingu. Þetta hefur Ólafur framkvæmt þrátt fyrir að hafa tekið þátt í spillingunni sjálfur. Hann hefur boðað áframhald á þessu fyrirkomulagi. Frambjóðandi fjölmiðlanna og Samfylkingarinnar hefur hins vegar lýst því yfir að hún vilji ekkert gera sem truflað geti spillta stjórnsýslu fyrr en hún meti það svo að neyðarástand skapist vegna spillingarinnar. Hún stefnir frekar að því að fá þjóðina til að sætta sig við rotið stjórnkerfi og spillingu. Þarna er Ólafur aftur skárri kostur.
6. Reynsla og kraftur. Ólafur er auðvitað með sérstöðu meðal frambjóðenda hvað það varðar að hafa mikla reynslu af forsetastörfum. Því verður ekki á móti mælt að þessi reynsla skiptir miklu máli þegar maður með hana er í boði. Einnig virkar hann kraftmikill og getur notað krafta sína að mestu óskipta í þágu þjóðarinnar sem forseti. Fjölmiðlaframbjóðandinn Þóra er hins vegar reynslulaus eins og við er að búast en þar að auki stödd þar í lífi sínu þar sem hennar einkalíf krefst mikils tíma.
7. Framkoma. Ólafur kemur vel fyrir er einbeittur og eins og meitlaður í stein á skjánum. Kemst vel frá svörum sínum hversu erfiðar og óþægilegar spurningarnar eru. Þóra færist hins vegar undan svörum, notar mikið innihaldslausa frasa, er horfandi út og suður, virðist ekki alltaf fylgjast vel með. Með öðrum orðum, hún virkar ekki örugg eða forsetaleg í sjónvarpi og vekur ekki traust sem mögulegur forseti. Hún hefur raunar mjög undarlega sjónvarpsframkomu á forsetabekknum miðað við langa reynslu hennar úr sjónvarpi. Þegar frambjóðendur sitja fyrir svörum í sjónvarpi er Þóra að standa sig þeirra verst.
Ég tek fram að þó ég beri þarna saman Ólaf og Þóru þá styð ég hvorugt þeirra. Að kjósa Þóru finnst mér eins og að fara úr öskunni í eldinn. Samt er Ólafur fulltrúi gamla tímans og að losna við hann er hluti af því uppgjöri sem Íslendingar eiga eftir að klára við fortíðina. Fyrir afskipti fjórða valdins hefur mistekist að gera upp forsetaembættið í kosningunum í dag.
M.v. þá frambjóðendur sem eru á kjörseðlinum í dag væru skynsamleg úrslit fyrir þjóðina að frambjóðendur fengju atkvæði í þessari röð.
1-2 sæti. Andrea og Herdís
3. sæti Hannes.
4. sæti. Ari Trausti.
5. sæti. Ólafur.
6. sæti. Þóra.
Barátta byggð á ósannindum og níðrógi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 12:32 | Facebook
Athugasemdir
Mikið til í þessu hjá þér. Mín skoðun er sú að hefði Þóra ekki fengið þetta fljúgandi start með stuðningi fjölmiðlanna hefði Ólafur fallið.
Stærsti parturinn að fylgi Þóru er fólk sem vill fella Ólaf miklu fremur en að koma Þóru að. Það kýs Þóru, ekki vegna hennar verðleika heldur vegna þess að þeim finnst hún, vegna skoðanakannana, líklegust til að fella Ólaf.
Ef þú skoðar málið er það það eina sem hún hefur í þessa baráttu. Hjördís og Ari hafa svo miklu betri bakgrunn i þetta embætti. Hannes og Andrea eru eins og Þóra bara allt of ung í embættið. Þau skortir fleiri áfanga úr lífsins skóla.
Fyrir þetta fjölmiðlastart gjalda að mínu mati mest Herdís og Ari en þau tvo hefði ég sett í fyrstu tvö sætin, þó ég sé farin að fá smá bakþanka með Herdísi. Finnst hún á köflum koma fram sem svolítið örvæntingarfull.
Landfari, 30.6.2012 kl. 13:41
Takk fyrir athugasemdina Landfari. Það er reyndar erfiðara að leggja mat á þessa 4 frambjóðendur sem eru aukanúmer í kosningunum núna. Áherslan hefur verið svo rík á Þóru og Ólaf að aðrir falla alls staðar í skuggann.
Þessi röð sem ég setti hér upp hefur oft komið upp í hugann á undanförnum vikum og lítið breyst. Þóra og Ólafur hafa alltaf verið á botninum í mínum huga. Þau eru báðir fulltrúar gamla tímans, hvort á sinn hátt. Andrea, Herdís og Hannes eru meira lausnamiðuð og líkleg til að þróa embættið áfram til hagsbóta fyrir þjóðina. Ari Trausti er líka ágætur á ýmsan hátt en mér finnst samt vanta smá krydd í hann.
Jón Pétur Líndal, 30.6.2012 kl. 15:54
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.