Helga Valborg Pétursdóttir.
18.5.2012 | 10:46
Ég sá það í Morgunblaðinu í morgun að í dag verður jarðsett Helga Valborg Pétursdóttir.
Helga Valborg var fyrsta manneskjan sem ég hitti og kynntist í Mývatnssveit 1986 þegar ég flutti þangað. Ég man það enn þegar ég kom í hlað við Hótel Reynihlíð og hitti Helgu Valborgu í fyrsta sinn. Hún var jákvæð og glaðvær kona, vel gift. Þegar ég kynntist henni var hún oddviti Skútustaðahrepps og rak með manni sínum Hótel Reynihlíð. Síðar þegar þau hjónin hættu hótelrekstrinum fluttu þau til Akureyrar þar sem þau hafa búið síðan.
Það var gaman og jákvætt að vinna með Helgu Valborgu og margs að minnast sem af kynnum okkar leiddi. Þegar við kynntumst hafði hún m.a. uppi áform sem ég vissi ekkert um en urðu afdrifarík varðandi það hverjir afkomendur mínir eru í dag.
Ég þakka Helgu Valborgu kærlega kynnin og kveð hana hér í dag.
Votta Arnþóri og börnum þeirra og barnabörnum samúð mína.
Jón P. Líndal.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.